Ármann Jakobsson (f. 18. júlí 1970) er prófessor í íslensku og rithöfundur.

Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, lauk svo BA-prófi frá Háskóla Íslands 1993 og MA-prófi 1996. Lauk svo doktorsprófi frá HÍ 2003. Frá því í júlí 2011 hefur hann gegnt stöðu prófessors við íslensku-og menningardeild Háskóla Íslands. Systir hans er Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra.

Á menntaskólaárum sínum komst hann ásamt tvíburabróður sínum Sverri þrisvar í úrslit í Gettu betur og sigraði í þeirri keppni 1990. Árið 1989 var hann í ræðuliði skólans sem sigraði í Morfís-ræðukeppninni. Árið 2001 var Ármann dómari í Gettu betur.

Ármann hefur sent frá sér nokkrar bækur m.a, skáldsögur, barnabækur og fræðibækur.

Ármann hefur sérhæft sig í miðaldabókmenntum og ásamt fræðiskrifum og fræðistörfum var hann kennari við Menntaskólann í Reykjavík 2002-2008. Um vorið 2011 kom út í ritröðinni Íslenzk fornrit hjá Hinu íslenska fornritafélagi konungasagnaritið Morkinskinna í tveimur bindum en Ármann sá um útgáfuna ásamt Þórði Inga Guðjónssyni.

Skáldsögur

breyta
  • 2008 - Fréttir frá mínu landi. Óspakmæli og örsögur
  • 2008 - Vonarstræti
  • 2011 - Glæsir
  • 2017 - Brotamynd
  • 2018 - Útlagamorðin
  • 2019 - Urðarköttur
  • 2020 - Tíbrá
  • 2021 - Bróðirinn
  • 2022 - Risinn
  • 2023 - Ófreskjan

Barnabækur

breyta
  • 2014 - Síðasti galdrameistarinn
  • 2019 - Bölvun múmíunnar

Fræðibækur

breyta
  • 1997 - Í leit að konungi: Konungsmynd íslenskra konungasagna
  • 2002 - Staður í nýjum heimi: Konungasagan Morkinskinna
  • 2003 - Tolkien og hringurinn
  • 2009 - Illa fenginn mjöður: Lesið í miðaldatexta
  • 2009 - Bókmenntir í nýju landi: Íslensk bókmenntasaga frá landnámi til siðaskipta
  • 2013 - Icelandic Literature of Vikings: An Introduction
  • 2014 - Íslendingaþættir: Saga hugmyndar
  • 2017 - The Troll Inside you: Paranormal Activity in the Medieval North.