E.T.A.

(Endurbeint frá ETA)

E.T.A. (skammstöfun fyrir Euskadi Ta Askatasuna á basknesku eða Baskneskt heimaland og frelsi) voru róttæk vinstri þjóðernis- og aðskilnaðarsamtök frá Baskalandi sem voru starfandi á Spáni og Frakklandi frá árinu 1959 til 2018.

Merki samtakanna.

Markmið samtakanna var sjálfstæði Baskalands en þau þróuðust úr því að kynna baskneska menningu yfir í ofbeldisfullar aðgerðir eins og sprengingar, aftökur og mannrán. Frá 1968 til 2010 drápu samtökin 829 manns (þar af tæpur helmingur óbreyttir borgarar). Frá árinu 2010 lýstu samtökin yfir vopnahléi og árið 2017 ákváðu þau að losa sig við öll vopn og sprengiefni. Árið eftir, 2018, leystu samtökin sig upp. Stjórnmálaflokkurinn Batasuna (2001-2013) var talinn tengdur ETA og var bannaður. Leiðtogar ETA dvöldu yfirleitt í Frakklandi en þar fóru þeir huldara höfði en á Spáni.

ETA voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Kanada.

Heimild

breyta