Klaus Rifbjerg (15. desember 19314. apríl 2015) var danskur rithöfundur sem ólst upp á Amager í Kaupmannahöfn. Hann notar æsku sína sem efnivið í margar bækur sínar. Með Amagerdigte sem kom út árið 1965 gerðist hann þátttakandi í þeirri einföldu ljóða- og skáldsagnagerð sem réði ríkjum á 7. og 8. áratugnum. Þekktasta verk hans er líklega þroskasagan Den kroniske uskyld frá 1958. Edward Fleming gerði kvikmynd eftir bókinni árið 1985. Bókin var lengi vel vinsælt lesefni í dönskunámi. Auk þessara bóka hefur Rifbjerg gefið út yfir 120 ljóða- og smásagnasöfn, skáldsögur, leikrit, söngleiki, kvikmyndahandrit o.s.frv.

Klaus Rifbjerg, 2008.

Klaus Rifbjerg er kunnur sem ötull málsvari dönskunnar. Hann fékk árið 1967 gullna lárviðarkransinn („De gyldne laurbær“), og 1970 fékk hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Hann stýrði um skeið bókaforlaginu Gyldendals forlag. Hann bjó á Spáni á efri árum. Hann lést í Kaupmannahöfn.