Vestur-Kongó

Lýðveldið Kongó, einnig kallað Vestur-Kongó eða Kongó-Brazzaville (til aðgreiningar frá Austur-Kongó sem áður hét Saír) er land í Mið-Afríku. Það á landamæri að Gabon, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu og Austur-Kongó, og strandlengju að Gíneuflóa. Landið á líka landamæri að útlendu Angóla, Cabinda.

République du Congo
Fáni Vestur-Kongó Skjaldarmerki Vestur-Kongó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unité, Travail, Progrès
(franska: Eining, vinna, framfarir)
Þjóðsöngur:
La Congolaise
Staðsetning Vestur-Kongó
Höfuðborg Brazzaville
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Denis Sassou-Nguesso
Forsætisráðherra Clément Mouamba
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 15. ágúst, 1960 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
64. sæti
342.000 km²
3,3 %
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
128. sæti
4.366.266
12,8/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 19,096 millj. dala (125. sæti)
 - Á mann 4.666 dalir (129. sæti)
Gjaldmiðill CFA-franki
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .cg
Landsnúmer 242

Vestur-Kongó var áður frönsk nýlenda sem hét Franska Kongó og fékk sjálfstæði 1960. Eftir valdarán undir forystu herforingjans Marien Ngouabi árið 1968 var landið gert að Alþýðulýðveldinu Kongó og tekin upp náin stjórnmálatengsl við Sovétríkin og Austurblokkina. Árið 1977 var Ngouabi myrtur og við tók herforingjastjórn sem ríkti yfir landinu til 1992. Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins var Pascal Lissouba. Deilur milli hans og forsetaframbjóðandans (og fyrrum forsetans) Denis Sassou Nguesso í aðdraganda forsetakosninga 1997 leiddu til vopnaðra átaka. Sassou náði völdum með aðstoð herliðs frá Angóla. Sassou gerði breytingar á stjórnarskrá landsins sem juku völd forseta og lengdu kjörtímabil hans. Breytingarnar, og þær kosningar sem haldnar hafa verið síðan, hafa verið harkalega gagnrýndar af alþjóðasamtökum.

Stórir hlutar Vestur-Kongó eru regnskógar. Langflestir íbúar Vestur-Kongó búa í suðvesturhluta landsins. Íbúar tala 62 ólík tungumál. Um helmingur þeirra eru rómversk-kaþólskir og um 40% aðhyllast mótmælendatrú. Efnahagslíf Vestur-Kongó byggist aðallega á olíuútflutningi og timbri. Landið á mikið af auðlindum í jörð (fosfat, gull og aðrir málmar) sem eru að miklu leyti ónýttar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.