Alþýðubandalagið

Alþýðubandalagið
Fylgi 14,3%1995
Formaður Sjá lista
Stofnár 1968
Lagt niður 1999
Gekk í Samfylkinguna
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
sósíalismi

félagshyggja

Alþýðubandalagið var upphaflega kosningasamtök sem voru stofnuð 4. apríl 1956. Kjarninn í samtökunum voru Málfundafélag jafnaðarmanna, sem skildi við Alþýðuflokkinn, og fylgdi Hannibal Valdimarssyni og Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn undir forystu Einars Olgeirssonar. Þjóðvarnarflokkurinn, undir forystu Gils Guðmundssonar, gekk til liðs við Alþýðubandalagið 1963. Samtökin buðu fram lista í öllum alþingiskosningum og bæjarstjórnarkosningum frá stofnun þeirra til og með 1967. Alþýðubandalagið varð stjórnmálaflokkur 1968, fyrst undir forystu Ragnars Arnalds. Alþýðubandalagið bauð síðast fram í bæjarstjórnarkosningunum 1998 - þó í Reykjavík undir merkjum R-listans, en í alþingiskosningunum 1995 hétu framboð þess framboð Alþýðubandalagsins og óháðra.

Alþýðubandalagið var fyrst gert að formlegum stjórnmálaflokki á landsfundi 1.-3. nóvember 1968. Það leiddi til þess að tveir af forystumönnum flokksins, Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, sögðu sig úr flokknum og stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna haustið 1969. Hannibal og fylgismenn hans höfðu boðið fram í Alþingiskosningunum 1967 undir merkjum I-lista meðan flestir Alþýðubandalagsmenn skipuðu G-lista.

Árið 1999 tók Alþýðubandalagið þátt í stofnun Samfylkingarinnar, ásamt Samtökum um kvennalista, Alþýðuflokknum og Þjóðvaka. Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins sættu sig þó ekki við þetta samstarf og stofnuðu Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Einn þingmanna Alþýðubandalagsins gekk til liðs við Framsóknarflokkinn.

Dagblaðið Þjóðviljinn var málgagn flokksins þar til það hætti að koma út 1992.

Formenn Alþýðubandalagsins breyta

Varaformenn breyta

Stjórnarþátttaka breyta

Alþýðubandalagið tók þátt í sex samsteypustjórnum frá 1956 til 1991:

  1. Fjórða ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956-1958 (ásamt „HræðslubandalagiFramsóknarflokks og Alþýðuflokks)
    Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra), Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra)
  2. Fyrsta ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 (ásamt Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna)
    Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra), Magnús Kjartansson (heilbrigðis- og iðnaðarráðherra)
  3. Önnur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978-1979 (ásamt Framsóknarflokki og Alþýðuflokki)
    Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra), Ragnar Arnalds (menntamála- og samgönguráðherra), Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra)
  4. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddssen 1980-1983 (ásamt hluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokki)
    Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra), Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra), Svavar Gestsson (heilbrigðis- og félagsmálaráðherra)
  5. Önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1989 (ásamt Framsóknarflokki og Alþýðuflokki)
    Ólafur Ragnar Grímsson (fjármálaráðherra), Svavar Gestsson (menntamálaráðherra), Steingrímur J. Sigfússon (samgöngu- og landbúnaðarráðherra)
  6. Þriðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1989-1991 (ásamt Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Borgaraflokki)
    Ólafur Ragnar Grímsson (fjármálaráðherra), Svavar Gestsson (menntamálaráðherra), Steingrímur J. Sigfússon (samgöngu- og landbúnaðarráðherra)

Tenglar breyta

Kjörfylgi breyta

Alþingiskosningar
Kosningar % atkvæða þingsæti
1956 19,2 8
1959 (júní) 15,3 7
1959 (október) 16,0 10
1963 16,0 9
1967 17,6 10
1971 17,1 10
1974 18,3 11
1978 22,9 14
1979 19,7 11
1983 17,3 10
1987 13,3 8
1991 14,4 9
19951 14,3 9
1 Alþýðubandalag og óháðir
Sveitarstjórnarkosningar
Kosningar % atkvæða fulltrúar
1958 ? ?
1962 ? ?
1966 ? ?
1970 ? ?
1974 14,6 37
1978 22,5 59
1982 16,4 52
1986 17,8 57
1990 9,3 32
1994 8,1 44
1998 0,3 7