Shemar Moore

bandarískur leikari

Shemar Moore (fæddur Shemar Franklin Moore, 20. apríl 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Young and the Restless og Criminal Minds.

Shemar Moore
Upplýsingar
FæddurShemar Franklin Moore
20. apríl 1970 (1970-04-20) (54 ára)
Ár virkur1995 -
Helstu hlutverk
Malcolm Winters í The Young and the Restless
Derek Morgan í Criminal Minds

Einkalíf

breyta

Moore fæddist í Oakland, Kaliforníu og er af írskum og frönskum-kanadískum uppruna gegnum móður sína.[1][2][3] Moore ólst upp í Bahrain og Danmörku þar sem móðir hans vann sem kennari.[3] Fjölskylda Moore fluttist aftur til Bandaríkjanna árið 1977 til Chico í Kaliforníu. Síðan fluttust þau til Palo Alto, Kaliforníu. Moore stundaði nám við Santa Clara-háskólann. Árið 1998 þá var móðir Moores greind með MS sjúkdóminn. Hefur Moore ásamt meðleikurum sínum í Criminal Minds staðið fyrir nokkrum styrktarviðburðum í því skyni að safna peningum fyrir MS rannsóknum.[4]

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Moore var árið 1995 í Living Single. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Arli$$, Chicago Hope, Malcolm & Eddie og Half & Half. Árið 1997 þá var honum boðið hlutverk í sápuóperunni The Young and the Restless sem Malcolm Winters sem hann lék til ársins 2005.

Kvikmyndir

breyta

Moore hefur síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Derek Morgan. Moore hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Butter, The Brothers og Diary of a Mad Black Woman.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1997 Hav Plenty Chris
1998 Butter Freddy Roland
2000 Box Marley ónefnt hlutverk
2000 The Brothers Terry White
2004 The Seat Filler Trent
2004 Greener Ricky Johnson
2005 Diary of a Mad Black Woman Orlando
2012 Kill Me, Deadly Píanóleikarinn Bill Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1995 Living Single Jon Marc Þáttur: The Last Temptation
1996 The Jamie Foxx Show Elister Þáttur: Kiss & Tell
1997 Arli$$ Sammy Stilton Þáttur: How to Be a Good Listener
1998 Chicago Hope Bobby Barrett Þáttur: Waging Bull
1998 Mama Flora´s Family Lincoln Fleming Sjónvarpsmynd
1999 Moesha Earl Thomas Þáttur: Had to Be You
1999 For Your Love Dakota Collins Þáttur: Baby Boom
1999 Malcolm & Eddie Ty Þáttur: Won´t Power
2000 How to Marry a Billionaire: A Christmas Tale Jason Hunt Sjónvarpsmynd
2003 Chasing Alice ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2002-2003 Birds of Prey Jesse Reese 14 þættir
2004 Nikki and Nora ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2004 Half & Half Amani Love Þáttur: The Big Good Help Is Hard to Find
2004 Reversible Errors Collins Farwell Sjónvarpsmynd
1997-2005 The Young and the Restless Malcolm Winters 154 þættir
2005-til dags Criminal Minds Derek Morgan 144 þættir

Verðlaun og tilnefningar

breyta

BET Comedy-verðlaunin

Black Reel-verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í óháðri kvikmynd fyrir Motives.

Daytime Emmy-verðlaunin

Image-verðlaunin

Soap Opera Digest-verðlaunin

Tilvísanir

breyta
  1. „Hot Hollywood Hunks on Black Love, Black Women and The Changing Male Image“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2012. Sótt 27. maí 2012.
  2. „Is Shemar Moore the finest thing on TV?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. september 2017. Sótt 7. nóvember 2011.
  3. 3,0 3,1 Agent of change
  4. Shemar Moore — Interview ABILITY Magazine, Shemar Moore Issue, Dec/Jan 2009/10.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta