Bermúda (eða Bermúdaeyjar) er breskt yfirráðasvæði í Atlantshafi austan við strönd Bandaríkjanna, um 1.070 km austan við Hatterashöfða í Norður-Karólínu. Þær eru skattaskjól. Eyjarnar voru uppgötvaðar snemma á 16. öld, en búseta hófst þar ekki fyrr en skipið Sea Venture strandaði þar árið 1609. Þessi atburður gæti hafa orðið William Shakespeare innblástur að leikritinu Ofviðrið.

Bermuda
Fáni Bermúda Skjaldarmerki Bermúda
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Quo Fata Ferunt
(latína: Hvert sem örlagadísirnar bera okkur)
Þjóðsöngur:
God Save the Queen
Staðsetning Bermúda
Höfuðborg Hamilton
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

landstjóri
forsætisráðherra
George Fergusson
Michael Dunkley
Bresk hjálenda
 - Landnám 1609 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
53,2 km²
?
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
*. sæti
64.237
1.275/km²
VLF (KMJ) áætl. 2009
 - Samtals 5,47 millj. dala (149. sæti)
 - Á mann 84.381 dalir (3. sæti)
Gjaldmiðill bermúdadalur
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .bm
Landsnúmer 1-441

Fyrsti Evrópubúinn sem sá eyjarnar var spænski skipstjórinn Juan de Bermúdez árið 1503 og draga eyjarnar nafn sitt af honum. Hann gerði tilkall til eyjanna, sem þá voru óbyggðar, fyrir hönd Spænska heimsveldisins. Bermúdez heimsótti eyjarnar tvisvar og gerði kort af eyjaklasanum en steig aldrei á land. Portúgalskir skipbrotsmenn eru taldir hafa skilið eftir sig áletrun á steini frá 1543 og evrópskir sjómenn slepptu þar lausum svínum til að nota sem vistir. Þau fjölguðu sér mikið og voru orðin villt þegar landnám Evrópubúa hófst. Árið 1609 hóf Virginíufélagið landnám á eyjunum eftir að fellibylur neyddi skipverja skipsins Sea Venture til að stranda því á rifi við eyjarnar til að koma í veg fyrir að það sykki.

Stjórn eyjanna var í höndum nýlendustjórnar Virginíu til 1613. Tveimur árum síðar tók Somerseyjafélagið við og stjórnaði nýlendunni til 1684. Þá var leyfi félagsins afturkallað og enska krúnan tók við. Eyjarnar urðu bresk nýlenda eftir sambandslögin 1707. Þegar Nýfundnaland varð hluti af Kanada árið 1949 varð Bermúda elsta nýlenda Breta og eftir að Alþýðulýðveldið Kína tók við stjórn Hong Kong er hún líka fjölmennasta nýlenda Breta. Fyrsta höfuðborg eyjanna, St. George's, var stofnuð árið 1612 og er þar elsta samfellda byggð Breta í Nýja heiminum.

Efnahagur Bermúda byggist á aflandsfjármálaþjónustu, tryggingum og ferðaþjónustu. Mestan hluta 20. aldar var landsframleiðsla Bermúda með því mesta sem gerðist í heiminum en alþjóðlega fjármálakreppan 2007-8 olli niðursveiflu. Loftslag á Bermúda er heittemprað. Bermúda er við norðurhorn Bermúdaþríhyrningsins. Eyjarnar eru í fellibyljabeltinu en njóta nokkurs skjóls af kóralrifi sem umkringir þær.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.