Seth Peterson
Seth Peterson (fæddur 16. ágúst 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice og Providence.
Seth Peterson | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | 16. ágúst 1970 |
Ár virkur | 1976 - |
Helstu hlutverk | |
Nate Westen í Burn Notice Robbie Hansen í Providence |
Einkalíf
breytaPeterson fæddist í Bronx í New York-borg. Hann ferðaðist milli Brooklyn og Los Angeles þegar hann var yngri. Ólst hann upp í kringum leiklistina þar sem móðir hans var leikkona.[1] Seth er giftur leikkonunni Kylee Cochran og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Peterson var árið 1976 í sjónvarpsmyndinni Child Abuse. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Clueless, Charmed, CSI: Crime Scene Investigation, Lie to Me og NCIS. Árið 1999 þá var honum boðið hlutverk í Providence sem Robbie Hansen, sem hann lék til ársins 2002. Var með stórt gestahlutverk í Burn Notice sem Nate Westen, bróðir Michaels.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Peterson var árið 1998 í Godzilla. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Shotgun, Spoonaur, As Seen on TV og Intent.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | Godzilla | Apache flugmaður | |
1998 | Can't Hardly Wait | Maðurinn með bjórkútinn | |
2003 | Shotgun | Ace | |
2004 | Faded | Andrew | |
2004 | Spoonaur | Mr. Crow | |
2005 | Hate Crime | Robbie Levinson | |
2005 | As Seen on TV | Kevin | |
2011 | Sedona | Scott | |
2012 | Intent | David McDowell | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1976 | Child Abuse | Misnotað barn | Sjónvarpsmynd |
1996 | Beverly Hills 90210 | Karlkyns stúdent nr. 1 | Þáttur: The Things We Do for Love |
1997 | Viper | Robbie | Þáttur: Breakdown on Thunder Road |
1997 | Relativity | ónefnt hlutverk | Þáttur: Billable Hours |
1997 | Clueless | David Wright | Þáttur: Mr. Wright |
1997 | Arsenio | Viðskiptavinur | Þáttur: Show Me the Money |
1996-1998 | Profiler | Kevin Monk / Scott Porter | 2 þættir |
1999 | The Sky's on Fire | Jimmy | Sjónvarpsmynd |
1999-2002 | Providence | Robbie Hansen | 96 þættir |
2003 | Charmed | Derek / The Beast | Þáttur: Little Monsters |
2006 | Deadwood | ónefnt hlutverk | 2 þættir |
2006 | CSI: Crime Scene Investigation | Perry Haber | Þáttur: Burn Out |
2007 | The Shield | Mason Heller | Þáttur: Recoil |
2007 | CSI: NY | Henry Willens | Þáttur: Boo |
2010 | Undercovers | ónefnt hlutverk | Þáttur: Instructions |
2010 | Lie to Me | Rick | Þáttur: Double Blind |
2007-2011 | Burn Notice | Nate Westen | 10 þættir |
2011 | NCIS | Thomas Pearce | Þáttur: Devil´s Triangle |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Ævisaga Seth Peterson á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2012. Sótt 8. maí 2012.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Seth Peterson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. maí 2012.
- Seth Peterson á IMDb
- Heimasíða Seth Peterson