Norðursjór
Norðursjór er ungt hálflokað sjósvæði á landgrunni í Norðvestur Evrópu, svæðið myndaðist í flóðum fyrir rúmum 20.000 árum. Norðursjór markast við strandlengjur Englands, Skotlands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands, Hollands, Belgíu og Frakklands. Norðursjórinn er 750.000 km2 að flatarmáli og vatnsmagn hans er 94.000 km³. Meðaldýpi er 90 metrar, mest 725 metrar í Skagerrak.[1]


Hafstraumar Breyta
Hafstraumar Norðursjós einkennast af Norður-Atlantshafsrekinu og norska strandstraumnum. Meirihluti innstreymisins kemur frá norðri þar sem sjór frá Atlantshafi streymir inn í Norðursjó og landslag landanna í kring gerir það að verkum að það myndast rangsælis hringrás. Það streymir einnig sjór inn í gegnum Ermasundið sem liggur á mill Bretlands og Frakklands það fer austur meðfram ströndum Belgíu, Hollands og svo norður meðfram Danmörku og inn í Skagerrak. Þar blandast sjórinn við minna saltan sjó og fer svo út og áfram norður með fram ströndum Noregs.[1]
Hitastig og selta Breyta
Meðalhitastig sjávar yfir vetrartímann er 6°C en á sumrin 17°C. Seltustigið í Norðursjó er venjulega um 34-35 gr/líter. En getur verið minna við strendurnar þar sem ferskvatn blandast við sjóinn[2]
Dýralíf Breyta
Margar dýrategundir má finna í Norðursjó, þar á meðal ýmsa sjófugla, sjávarspendýr og fiska.
Fuglalíf Breyta
Grunnið í kringum Bretlandseyjar og Holland er gríðarlega mikilvægt vistkerfi fyrir fjölda tegunda vaðfugla og annara fuglategunda, í norðri eru klettastrendur þar sem allskyns sjófuglar búa. Sex til tólf milljónir fugla fara um svæðið á hverju ári og um 50 mismunandi tegundir fugla.[1]
Fiskur Breyta
Norðursjór er mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmarga fiskstofna. En rúmlega 230 fisktegundir er að finna þar, svo sem þorsk, ýsu, ufsa, skarkola, síld og makríl.[1]
Krabbadýr Breyta
Margar tegundir krabbadýra er að finna í Norðursjó. Atvinnuveiðar beinast þó aðallega að tegundum eins og humri, djúpsjávarrækju og brúnrækju. Að auki búa ýmsar aðrar tegundir krabbadýra í Norðursjó, þar á meðal mismunandi tegundir af humri, rækjum, ostrurum, kræklingum og samlokum.[1]
Sjávarspendýr Breyta
Algengasti hvalurinn sem sést hefur í Norðursjó er háhyrningur, en aðrar tegundir tannhvala, eins og langreyður og höfrungar . Af selum eru gráselir, landselir og hringselir algengastir. Hins vegar standa þessar tegundir, ásamt öðrum sjávarspendýrum í Norðursjó, frammi fyrir ýmsum ógnum. Þar má telja mengun, missi búsvæða og ofveiði.[1]
Olía og gös Breyta
Olía og gös í Norðursjó er töluvert mikið magn að finna. Olía var fyrst fundin 1859 og gös árið 1910. Byrjað var að bora eftir olíu í Norðursjó árið 1966 á svæði sem Norðmenn eiga sem heitir Troll. Troll er Stærsta jarðgassvæði í Norðursjó og heldur um 40% af gasbyrgðum noregs. Svæðið er að finna í norðanverðum Norðursjó, um 65 km vestur af Kollsnesi við Bergen.[3]
Jarðefni Breyta
Milljónir rúmmetra af möl og sandi eru tekin af hafsbotni Norðursjós árleg sem notað er í landfyllingar og byggingar.[4]
- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Walday, M.; Kroglund, T. (2002). Europe's biodiversity - biogeographical regions and seas. bls. 1-24.
- ↑ „Safety at Sea - North Sea“. web.archive.org. 9. desember 2008. Afritað af uppruna á 9. desember 2008. Sótt 17. september 2023.
- ↑ Priest, T.; Pratt, J. (1997). Offshore pioneers : Brown & root and the history of offshore oil and gas.
- ↑ Rice, P. C. (1980). Amber: The golden gem of the ages.