Michael Shanks
Michael Shanks (fæddur Michael Garrett Shanks, 15. desember 1970) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Daniel Jackson í Stargate seríunum.
Michael Shanks | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Michael Garrett Shanks 15. desember 1970 |
Ár virkur | 1993 - |
Helstu hlutverk | |
Dr. Daniel Jackson í Stargate SG-1 , Stargate: Atlantis og SGU Stargate Universe |
Einkalíf
breytaShanks fæddist í Vancouver, Bresku Kólumbíu en ólst upp í Kamloops, Bresku Kólumbíu.[1] Eftir að hafa útskrifast með BFA í leiklist frá University of British Columbia árið 1994, kom hann fram í leikfærslum og var með lærlingsstöðu við Stratford Festival í tvö ár.[2]
Shanks hefur verið giftur Lexa Doig síðan 2003 og saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti hann dóttur með Vaitiare Bandera.
Ferill
breytaLeikhús
breytaShanks hefur komið fram í leikritum á borð við Hamlet, Macbeth, Loot, Wait Until Dark og King Lear.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Shanks var árið 1993 í Highlander. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við University Hospital, The Outer Limits, The Twilight Zone, Andromeda, CSI: Miami, Burn Notice, Smallville og Flashpoint.
Shanks er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Daniel Jackson sem hann lék í Stargate SG-1 frá 1997 – 2007. Lék hann einnig persónu sína í Stargate: Atlantis og SGU Stargate Universe. Leikstýrði hann einum þætti og skrifaði handritið að þrem þáttum í Stargate SG-1 seríunni.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Shanks var árið 2000 í The Artist´s Circle. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Suspicious River, Arctic Blast, Tactical Force og Belyy tigr.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2000 | The Artist´s Circle | Artist | |
2000 | Mr. Fortune´s Smile | James | |
2000 | Suspicious River | Maður með derhúfu | |
2001 | Suddenly Naked | Danny Blair / Donny Blitzer | |
2003 | Sumuru | Adam Wade | |
2010 | Arctic Blast | Jack Tate | |
2010 | Red Riding Hood | Adrien Lazar | |
2011 | Tactical House | Demetrius | |
2011 | Faces in the Crowd | Bryce | |
2012 | Belyy tigr | ónefnt hlutverk | sem Maykl Shenks |
2013 | 13 Eerie | Tomkins | Í eftirvinnslu |
2013 | Elysium | ónefnt hlutverk | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1993 | Highlander | Jesse Collins | Þáttur: The Zone sem Michael G. Shanks |
1993 | The Commish | Sean | Þáttur: Rising Sun sem Michael G. Shanks |
1994 | Madison | Gordon | Þáttur: Junior Partner |
1995 | A Family Divided | Todd | Sjónvarpsmynd |
1995 | University Hospital | Jake | Þáttur: Shadow of a Doubt |
1997 | The Call of the Wild: Dog of the Yukon | Samspilari nr. 1 | Sjónvarpsmynd |
1999 | Escape from Mars | Bill Malone, Arkitekt ferðarinnar | Sjónvarpsmynd |
1998-2000 | The Outer Limits | Dr. Will Olsten / Melburn Ross | 2 þættir |
2002 | All Around the Town | Justin Donnelly | Sjónvarpsmynd |
2002 | Door to Door | John | Sjónvarpsmynd |
2002 | The Chris Isaak Show | Trevor | Þáttur: The Hidden Mommy |
2002 | The Twilight Zone | Donnie | Þáttur: Shades of Guilt |
2001-2003 | Andromeda | Balance of Judgment / Gabriel / Remiel | 2 þættir |
2005 | Swarmed | Kent Horvath | Sjónvarpsmynd |
2005 | CSI: Miami | Doug Stets | Þáttur: Payback |
2006 | Under the Mistletoe | Kevin Harrison | Sjónvarpsmynd |
1997-2007 | Stargate SG-1 | Dr. Daniel Jackson | 196 þættir |
2007 | Judicial Indiscretion | Jack Sullivan | Sjónvarpsmynd |
2007 | 24 | Mark Bishop | 3 þættir |
2007 | Mega Snake | Les Daniels | Sjónvarpsmynd |
2007 | Eureka | Christopher Dactylos | Þáttur: All That Glitters |
2004-2008 | Stargate: Atlantis | Dr. Daniel Jackson | 3 þættir |
2008 | The Lost Treasure of the Grand Canyon | Jacob Thain | Sjónvarpsmynd |
2009 | Desperate Escape | Michael Coleman | Sjónvarpsmynd |
2008-2009 | Burn Notice | Victor | 4 þættir |
2009 | Living Out Loud | Brad Marshall | Sjónvarpsmynd |
2009 | Sanctuary | Jimmy | Þáttur: Penance |
???? | Mr. Young | Mr. Lewis | Þáttur: Mr. Poet |
2010 | Supernatural | Rob | Þáttur: 99 Problems |
2009-2010 | SGU Stargate Universe | Dr. Daniel Jackson | 4 þættir |
2010 | The Good Guys | Kapteinn Shaw | Þáttur: Supercops |
2010 | Tower Prep | Dr. Literature | Þáttur: Book Report |
2010 | Smallville | Carter Hall / Hawkman | 4 þættir |
2011 | Endgame | Casey Roman | Þáttur: The Caffeine Hit |
2011 | Christmas Lodge | Jack | Sjónvarpsmynd |
2011 | The Pastor´s Wife | Matthew Winkler | Sjónvarpsmynd |
2011 | Flashpoint | David Fleming | Þáttur: Blue on Blue |
2011 | Captain Starship | Brock Hunter | ónefndir þættir |
2012 | Saving Hope | Charlie Harris | 2 þættir |
Leikhús
breyta
|
|
Verðlaun og tilnefningar
breytaAcademy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Stargate SG-1.
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir Stargate SG-1.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir Stargate SG-1.
Leo-verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Sanctuary.
- 2009: Verðlaun sem besti leikari í dramamynd fyrir Stargate: Continuum.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
- 2004: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki fyrir Stargate SG-1.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Michael Shanks“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. maí 2012.
- Michael Shanks á IMDb
- Leikhúsferill Michael Shanks á heimasíðu hans