Chris O'Donnell (fæddur Christopher Eugene O'Donnell, 26. júní 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS: Los Angeles, Batman Forever og Batman & Robin.

Chris O'Donnell
Chris O'Donnell á forsýningu Max Payne 2008
Chris O'Donnell á forsýningu Max Payne 2008
Upplýsingar
FæddurChristopher Eugene O'Donnell
26. júní 1970 (1970-06-26) (54 ára)
Ár virkur1986 -
Helstu hlutverk
G. Callen í NCIS: Los Angeles
Buddy Threadgoode í Fried Green Tomatoes
Charlie Simms í Scent of a Woman
Robin í Batman Forever og Batman & Robin

Einkalíf

breyta

O'Donnell fæddist í Winnetka, Illinois og er af írskum og þýskum ættum. Hann er yngstur af sjö systkinum og var alinn upp í kaþólskri trú. Stundaði nám við Boston College og útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í markaðsfræði. O'Donnell byrjaði sem módel aðeins þrettán ára og kom fram í auglýsingum fyrir McDonalds og á móti Michael Jordan.

O'Donnell giftist Caroline Fentress árið 1997 og saman eiga þau fimm börn.

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

O'Donnell lék í tveimur leikritum árið 2002, The Man Who Had All the Luck og Short Talks on the Universe.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk O'Donnell var árið 1986 í Jack and Mike. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: The Practice, Two and a Half Men og Grey's Anatomy. Árið 2009 var O'Donnell boðið aðalhlutverkið í NCIS: Los Angeles sem NCIS alríkisfulltrúinn G. Callen.

Kvikmyndir

breyta

Þegar O'Donnell var 17 ára var honum boðið hlutverkið í Men Don't Leave, þar sem hann lék son Jessicu Lange. Lék hann síðan í kvikmyndum á borð við Fried Green Tomatoes, School Ties og Scent of a Woman á móti Al Pacino.

O'Donnell lék D'Artagnan í The Three Musketeers árið 1993, á móti Kiefer Sutherland, Oliver Platt og Charlie Sheen.

Árið 1995 var hann boðið hlutverk Robin í Batman Forever sem hann endurtók í Batman & Robin. Síðan þá hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: The Bachelor, Vertical Limit, The Sisters og Max Payne.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1990 Men Don´t Leave Chris Macauley
1991 Fried Green Tomatoes Buddy Threadgoode
1992 School Ties Chris Reece
1992 Scent of a Woman Charlie Simms
1993 The Three Musketeers D´Artagnan
1994 Blue Sky Glenn Johnson
1995 Circle of Friends Jack Foley
1995 Mad Love Matt Leland
1995 Batman Forever Robin
Dick Grayson
1996 The Chamber Adam Hall
1996 In Love and War Ernest ´Ernie´ Hemingway
1997 Batman & Robin Robin
Dick Grayson
1999 Cookie´s Fortune Jason Brown
1999 The Bachelor Jimmie Shannon
2000 Vertical Limit Peter Garrett
2002 29 Palms Leigumorðingji
2004 Kingsey Wardell Pomeroy
2005 The Sisters David Turzin
2008 Kit Kittredge: An American Girl Jack Kittredge
2008 Max Payne Jason Colvin
2010 A Little Help Bob
2010 Cats & Dogs: The Revenge of Kitty Galore Shane
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1986 Jack and Mike Evan Þáttur: Cry Uncle
2003 The Practice Brad Stanfield 4 þættir
2004 The Amazing Westermans ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2004 Two and a Half Men Bill
Jill
Þáttur: An Old Flame with a New Wick
2005 Head Cases Jason Payne 2 þættir
2006 Grey's Anatomy Dr. Finn Danbridge 9 þættir
2007 The Company Jack McCauliffe 6 þættir
2009 NCIS G. Callen 2 þættir
2009-2023 NCIS: Los Angeles G. Callen 55 þættir

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Blockbuster Entertainment-verðlaunin

  • 1998: Verðlaun sem besti aukaleikari í vísindamynda fyrir Batman & Robin.

Chicago Film Critics Association-verðlaunin

Golden Globes-verðlaunin

Razzie-verðlaunin

ShoWest Convention

  • 1994: Verðlaun sem rísandi stjarna morgundagsins.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta