Rafiðnaðarsamband Íslands

Rafiðnaðarsamband Íslands (skammstafað RSÍ) er landssamband stéttarfélaga rafiðnaðarmanna, stofnað 11. nóvember 1970. Stofnfélög voru: Félag íslenskra rafvirkja, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, Rafiðnaðarmannafélag Suðurnesja, Rafvirkjafélag Akureyrar og Félag útvarpsvirkja. Sambandið er starfsgreinasamband og aðili að ASÍ, en félagar eru allir launþegar, sem starfa í rafiðnaðargeiranum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki.

Formaður er Kristján Þórður Snæbjarnarson.

Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna félagsmanna og fjölskyldna þeirra, bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Aðildarfélög RSÍ

breyta

Aðildarfélög RSÍ eru:

  • Félag íslenskra rafvirkja
  • Félag rafeindavirkja
  • Félag íslenskra símamanna
  • Félag tæknifólks í rafiðnaði
  • Rafiðnaðarfélag Norðurlands
  • Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi
  • Rafiðnaðarmannafélag Suðurnesja
  • Félag símsmiða
  • Félag sýningarstjóra í kvikmyndahúsum
  • Félag nema í rafiðnum

Tenglar

breyta