Laxá (Aðaldal)

(Endurbeint frá Laxá í Aðaldal)

Laxá er lindá í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins og ein þekktasta laxveiðiáin. Hún á upptök í Mývatni og rennur þaðan um Laxárdal og Aðaldal til sjávar í Skjálfandaflóa. Ofan við Brúarfossa nefnist hún Laxá í Laxárdal. Frá Mývatni til sjávar er áin um 58 kílómetrar að lengd.

Laxá í Aðaldal

Náttúrufegurð þykir mikil við Laxá en áin rennur á hrauni allan Aðaldal að Æðarfossum neðan við Laxamýri, um 1 km frá sjó, en þar fellur hún fram af hraunbrúninni. Brúarfossar eru þó ekki svipur hjá sjón eftir að Laxá var virkjuð þar um 1950.

Margir góðir veiðistaðir eru í Laxá og þar hafa oft veiðst miklir stórlaxar.

Tengill breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.