Bjarni Benediktsson (f. 1908)
Bjarni Benediktsson (30. apríl 1908 – 10. júlí 1970) var borgarstjóri Reykjavíkur, alþingismaður, ráðherra og forsætisráðherra Íslands. Hann fæddist í Reykjavík, sonur Benedikts Sveinssonar, alþingismanns og bókavarðar, og Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey, landsfrægs skörungs.
Bjarni Benediktsson | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Forsætisráðherra Íslands | |||||||||
Í embætti 14. nóvember 1963 – 10. júlí 1970 | |||||||||
Forseti | Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn | ||||||||
Forveri | Ólafur Thors | ||||||||
Eftirmaður | Jóhann Hafstein | ||||||||
Borgarstjóri Reykjavíkur | |||||||||
Í embætti 8. október 1940 – 4. febrúar 1947 | |||||||||
Forveri | Pétur Halldórsson | ||||||||
Eftirmaður | Gunnar Thoroddsen | ||||||||
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fæddur | 30. apríl 1908 Reykjavík, Íslandi | ||||||||
Látinn | 10. júlí 1970 (62 ára) Þingvöllum, Íslandi | ||||||||
Dánarorsök | Eldsvoði | ||||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||||
Maki | Valgerður Tómasdóttir (g. 1935; d. 1935) Sigríður Björnsdóttir (g. 1943) | ||||||||
Börn | Björn, Guðrún, Valgerður og Anna | ||||||||
Foreldrar | Benedikt Sveinsson og Guðrún Pétursdóttir | ||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||||
Starf | Stjórnmálamaður | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík átján ára að aldri og gegndi hann embætti forseta Framtíðarinnar árið 1925[1]. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1930 með hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin. Hann stundaði framhaldsnám í stjórnlagafræði í Berlín 1930-1932, var skipaður prófessor í lögum í Háskóla Íslands 1932 og gegndi því starfi til 1940. Hann varð heiðursdoktor í lögfræði frá Háskóla Íslands 1961.
Bjarni kvæntist Valgerði Tómasdóttur 1935 en missti hana eftir nokkurra mánaða sambúð. Hann kvæntist aftur 1943, Sigríði Björnsdóttur (1. nóvember 1919 – 10. júlí 1970) , og eignuðust þau fjögur börn, Björn, Guðrúnu, Valgerði og Önnu.
Borgarfulltrúi og borgarstjóri
breytaBjarni skipaði öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í bæjarstjórnarkosningunum 1934 og sat í bæjarstjórn til 1942. Við fráfall Péturs Halldórssonar 1940 varð Bjarni borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var kosinn á þing 1942 og gegndi borgarstjórastarfi jafnhliða þingmennskunni næstu árin en lét af því árið 1947, þegar hann varð utanríkis- og dómsmálaráðherra. Hann sat einnig í borgarstjórn Reykjavíkur á árunum 1946-1949. Árið 1948 var Bjarni kosinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaður og ráðherra
breytaBjarni var utanríkisráðherra 1949-1956 og átti drjúgan þátt í að marka þá utanríkisstefnu, sem Íslendingar hafa síðan fylgt. Hann var jafnframt dómsmálaráðherra sama tímabil og menntamálaráðherra 1953-1956.
Árið 1956 varð Bjarni Benediktsson aðalritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar en sat jafnframt áfram á Alþingi. Hann var ritstjóri fram í nóvember 1959 er hann varð dóms-, kirkju- heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra í viðreisnarstjórninni. Hann gegndi jafnframt fjölda trúnaðarstarfa og átti sæti í ýmsum stjórnum og nefndum.
Á landsfundi 1961 var dr. Bjarni kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Árið 1963 varð hann forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu þangað til hann fórst ásamt konu sinni og dóttursyni, Benedikt Vilmundarsyni, í eldsvoða á Þingvöllum aðfaranótt 10. júlí 1970.
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
Heimild
breyta- Hannes Hólmsteinn Gissurarson (1989). Sjálfstæðisflokkurinn í sextíu ár. Sjálfstæðisflokkurinn.
Tenglar
breyta- Bjarni Benediktsson.is Geymt 24 júní 2009 í Wayback Machine
Fyrirrennari: Ólafur Thors |
|
Eftirmaður: Jóhann Hafstein | |||
Fyrirrennari: Ólafur Thors |
|
Eftirmaður: Jóhann Hafstein | |||
Fyrirrennari: Pétur Magnússon |
|
Eftirmaður: Gunnar Thoroddsen | |||
Fyrirrennari: Gunnlaugur Briem Einarsson |
|
Eftirmaður: Bjarni Sigurðsson |