Bílgreinasambandið

Bílgreinasambandið (BGS) eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.[1] Markmið samtakanna er að vera sameiginlegur málsvari aðildarfyrirtækja, efla samstarf þeirra á milli, bæta menntun starfsmanna innan þess og auka öryggi í umferðinni.[2] Bílgreinasambandið vinnur einnig miðlæga kjarasamninga. Fjöldi fyrirtækja með aðild er 155.

SagaBreyta

Bílgreinasambandið var stofnað 14. nóvember 1970 þegar Samband bílaverkstæða á Íslandi (stofnað 1933) og Félag bifreiðainnflytjenda (stofnað 1954) sameinuðust að norrænni fyrirmynd. Árið 1998 sagði Bílgreinasambandið sig úr Vinnuveitendasambandi Íslands og hefur gert sjálfstæða kjarasamninga síðan 2000.[3]

TilvísanirBreyta

  1. Þ.m.t. bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar, o.fl. þ.h.
  2. Hvað er Bílgreinasambandið
  3. „Saga BGS“.

TengillBreyta

   Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.