Bílgreinasambandið

Bílgreinasambandið (BGS) eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.[1] Markmið samtakanna er að vera sameiginlegur málsvari aðildarfyrirtækja, efla samstarf þeirra á milli, bæta menntun starfsmanna innan þess og auka öryggi í umferðinni.[2] Bílgreinasambandið vinnur einnig miðlæga kjarasamninga. Fjöldi fyrirtækja með aðild er 155.

Saga breyta

Bílgreinasambandið var stofnað 14. nóvember 1970 þegar Samband bílaverkstæða á Íslandi (stofnað 1933) og Félag bifreiðainnflytjenda (stofnað 1954) sameinuðust að norrænni fyrirmynd. Árið 1998 sagði Bílgreinasambandið sig úr Vinnuveitendasambandi Íslands og hefur gert sjálfstæða kjarasamninga síðan 2000.[3]

Tilvísanir breyta

  1. Þ.m.t. bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar, o.fl. þ.h.
  2. „Hvað er Bílgreinasambandið“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. september 2007. Sótt 8. ágúst 2007.
  3. „Saga BGS“.

Tengill breyta

   Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.