Óman

ríki í Mið-Austurlöndum

Óman (arabíska: العربية eða Saltanat Umān, سلطنة عُمان er land á suðausturströnd Arabíuskagans með landamæri að Sameinuðu arabísku furstadæmunum í norðvestri, Sádí-Arabíu í vestri og Jemen í suðvestri. Óman á strandlengju að Arabíuhafi í suðri og Ómanflóa í austri. Landið liggur á hernaðarlega mikilvægum stað við mynni Persaflóa þar sem landhelgi þess og Írans liggja saman. Óman á tvær útlendur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Madha og Musandam sem skagar út í Hormússund.

Saltanat Uman
سلطنة عُمان
Fáni Ómans Skjaldarmerki Ómans
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Nashid as-Salaam as-Sultani
Staðsetning Ómans
Höfuðborg Múskat
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Soldánsdæmi

Soldán Haitham bin Tariq Al Said
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
70. sæti
309.500 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2015)
 - Þéttleiki byggðar
129. sæti
4.259.775
10,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 90,055 millj. dala (72. sæti)
 - Á mann 29.166 dalir (33. sæti)
Gjaldmiðill ómanskur ríal
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .om
Landsnúmer 968

Óman var á áhrifasvæði ýmissa stórvelda í fornöld en þegar höfðingjar snerust til íslam á 7. öld stofnuðu þeir ríki undir stjórn ímams og íbadismi varð ríkjandi trúarbrögð. Portúgalir náðu Múskat á sitt vald árið 1507 og héldu borginni til 1650 fyrir utan stutt skeið þegar Tyrkjaveldi náði henni af þeim. Þeir reistu þar virki til að verja siglingaleiðir sínar. Soldánarnir Nasir bin Murshid og Sultan bin Saif ráku Portúgali burt um miðja 17. öld og árið 1698 ráku þeir Portúgali burt frá Sansibar og öðrum eyjum við austurströnd Afríku. Árið 1737 réðust Persar á Óman og eftir nokkurra ára styrjöld komst núverandi soldánsfjölskylda til valda. Ríkið hagnaðist á þrælaverslun í Afríku og Óman varð stórveldi. Árið 1913 skiptist soldánsdæmið í ímamatið Óman inni í landi og soldánsdæmið Múskat við ströndina. Á 6. áratugnum reyndi soldáninn að auka völd sín í ímamatinu sem leiddi til uppreisnar þar og stríðsins um Jebel Akhdar. Að lokum náði soldáninn yfirtökunum með aðstoð Breta og leiðtogar ímamatsins flúðu til Sádí-Arabíu. Árið 1964 fundust olíulindir í Óman en þær eru þó ekki miklar samanborið við sum nágrannalöndin. Eftir að arabíska vorið hófst 2011 hafa mótmæli gegn soldáninum farið vaxandi. Hann hefur lofað þinginu meiri völdum en um leið beitt aukinni hörku gegn gagnrýni á Internetinu. Sex aðgerðasinnar fengu fangelsisdóma og háar fjársektir árið 2012 fyrir að gagnrýna stjórnina á netinu.

Óman er fjölmenningarríki þar sem íbúar tala minnst tólf ólík tungumál, þar á meðal arabísku, balúkísku, svahílí, úrdú og ensku. Um þrír fjórðu hlutar landsmanna aðhyllast íslam, þar af um helmingur íbadisma. Önnur trúarbröð sem íbúar aðhyllast eru meðal annars hindúatrú, jainismi, búddismi og sóróismi. Landið er einveldi soldánsins og þingið hefur takmörkuð völd þótt það gegni hlutverki við lagasetningu. Óman er aðili að Persaflóasamstarfsráðinu, Sameinuðu þjóðunum og Arababandalaginu.

StjórnsýsluskiptingBreyta

Soldánsdæmið skiptist í ellefu umdæmi (muhafazah) sem aftur skiptast í 61 sýslu (wilayah).

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.