Grímur Atlason (fæddur 6. desember 1970) er fyrrum framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar.

Hann var áður sveitarstjóri Dalabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur. Grímur sem er menntaður þroskaþjálfi starfaði áður meðal annars hjá Styrktarfélagi vangefinna, sem ráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og sem kynningarstjóri hjá Zonet útgáfunni áður en hann tók við embætti bæjarstjóra Bolungarvíkur árið 2006. Hann starfar í dag hjá Reykjavíkurborg sem verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs

Hann er giftur Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi alþingiskonu, héraðsdómslögmanni og leikkonu.

Grímur er einnig þekktur sem rokktónlistarmaður, og hefur starfað sem bassaleikari í hljómsveitunum Rosebud, Drep, Dr. Gunni og Grjóthrun í Hólshreppi. Hann hefur einnig sérhæft sig í umboðsmennsku og innflutningi tónlistarmanna.

Grímur var í 6. sæti lista VG fyrir alþingiskosningarnar 2009.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.