Santó Dómingó
Santó Dómingó (fullt spænskt nafn: Santo Domingo de Guzmán) er höfuðborg og stærsta borg Dóminíska lýðveldisins. Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar var árið 2006 2.061.200 manns, og á stórborgarsvæðinu 2.253.437 manns. Stórborgarsvæði Santó Dómingó er stærsta stórborgarsvæði Karíbahafsins. Þar var stofnaður háskóli árið 1538 og var hann fyrsti háskóli sem stofnsettur var í vesturheimi.
Frá 1936 til 1961 hét borgin formlega Ciudad Trujillo í höfuðið á þáverandi einræðisherra landsins, Rafael Trujillo.
Saga
breytaSantó Dómingó var stofnuð árið 1498, af Bartólómeó Kólumbus, yngri bróður Kristófers. Borgin er talin vera elsta borgin í Ameríku sem byggð er af Evrópubúum og sú eina sem byggð var á 15. öld. Þar var byggð fyrsta dómkirkjan í nýja heiminum, sem og fyrsta klaustrið sem og fyrsta sjúkrahúsið.