Val d'Isère
sveitarfélag í Frakklandi
Val d'Isère er sveitarfélag, bær og vetraríþróttastaður í Tarentaise-dal (sem áin Isère rennur í gegnum) í Savoie-héraði í suðausturhluta Frakklands. Bærinn liggur 5 km frá landamærunum við Ítalíu. Sveitarfélagið hefur legið við Vanoise-þjóðgarð frá stofnun þess árið 1963. Á Vetrarólympíuleikunum 1992 var vetraríþróttaaðstaðan í Val d'Isère valin fyrir alla keppni karlmanna í alpagrein (nema svigkeppnina). Brunkeppnin fór fram á Face de Bellevarde. Aðstaðan í Val d'Isère er yfirleitt notuð fyrir heimsmeistaramótið í alpagrein, oftast í móti karlmanna, en líka í kvennamótinu í desember 2009.
Sveitarfélagið er 94,39 km² en íbúar þess voru 1.753 árið 2006. Góð samgöngutenging er til Lyon, Genf og Chambery.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Val d'Isère“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2008.
Þessi landafræðigrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.