Eduard David Mortier Fraenkel (17. mars 1888 í Berlín í Þýskalandi5. febrúar 1970 í Oxford á Englandi) var þýsk-enskur fornfræðingur og Textafræðingur.

Æviágrip

breyta

Eduard Fraenkel fæddist í Berlín þann 17. mars árið 1888. Foreldrar hans voru gyðingar. Faðir hans var vínsali en móðir hans var dóttir bókaútgefanda. Edurad sótti nám í Askanisches Gymnasium í Berlín frá 1897 til 1906. Þar lærði hann að lesa bæði latínu og grísku. Í háskóla nam hann lög í fyrstu en sneri sér skömmu seinna að fornfræði og nam hjá Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff. Tveimur árum síðar flutti hann sig frá Berlín til Göttingen og dvaldi þar til ársins 1912 og nam undir leiðsögn Friedrichs Leo.

Árið 1933 missti Fraenkel stöðu sína vegna andsemískra laga í Þýskalandi og fluttist hann þá til Bretlands og tók við prófessorsstöðu í latínu við Corpus Christi College í Oxford árið 1934. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann settist í helgan stein árið 1951.

Fraenkel framdi sjálfsmorð í janúar árið 1970, 81 árs gamall, skömmu eftir andlát konu sinnar.

Helstu ritverk

breyta
  • 1922 Plautinisches bei Plautus
  • 1926 Die Stelle des Römertums in der humanistischen Bildung
  • 1928 Iktus und Akzent im lateinischen Sprechvers
  • 1930 Gedanken zu einer deutschen Vergilfeier
  • 1933 Das Pindargedicht des Horaz
  • 1957 Die sieben Redenpaare im Thebanerdrama des Aeschylus
  • 1957 Der Agamemnon des Aeschylus
  • 1962 Beobachtungen zu Aristophanes
  • 1963 Horaz
  • 1963 Zu den Phoenissen des Euripides
  • 1965 Noch einmal Kolon und Satz
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.