Rudolf Carnap (18. maí 1891 í Ronsdorf, Þýskalandi14. september 1970 í Santa Monica í Kaliforníu) var áhrifamikill heimspekingur sem starfaði í Evrópu um miðjan 4. áratug 20. aldar og síðar í Bandaríkjunum. Hann var meðlimur í Vínarhringnum og málsvari rökfræðilegrar raunhyggju. Hann taldi að mikið af þeim vandamálum og spurningum sem heimspekingar glíma við væru í raun og veru ekki vandamál heldur afleiðing misbeitingar tungumálsins og að við gætum leyst þau á einfaldan hátt með því að sjá að við værum ekki að beina athygli okkar að réttu hlutunum. Carnap var viss um að með helsta tól heimspekinnar væri því að greina tungumálið rökrétt.

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: Rudolf Carnap
Fæddur: 18. maí 1891Ronsdorf í Þýskalandi)
Látinn: 14. september 1970 (79 ára) (í Santa Monica í Kaliforníu)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki, rökfræðileg raunhyggja
Helstu ritverk: Logische Syntax der Sprache (1934)
Helstu viðfangsefni: rökfræði, vísindaheimspeki, málspeki
Markverðar hugmyndir: Rökgerð tungumálsins
Áhrifavaldar: Immanuel Kant, Ludwig Wittgenstein, Karl Popper
Hafði áhrif á: W.V.O. Quine, A.J. Ayer, Wilfrid Sellars

Æviágrip

breyta

Rudolf Carnap var fæddur árið 1891 í Ronsdorf í Þýskalandi en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Barmen þegar hann var sjö ára eftir dauða föður síns. Hann lærði við Jena Háskóla á árunum 1910 – 1914 þar sem hann lagði stund á nám við efnafræði, stærðfræði og heimspeki. þá hafði hann sérstaklega heimspeki Immanuels Kant og fékk mikinn áhuga á kenningu hans um rúm. Hlé varð á námi hans vegna fyrri heimstyrjaldarinnar, þar sem hann stundaði herþjónustu fram til 1917. Síðan fór hann til Berlínar og nam meira í efnafræði. Upp úr 1920 fór hann að tengjast Vínarhringnum þegar hann kynntist meðal annars Hans Reichenbach sem svo kynnti hann fyrir Moritz Schlick. Hann fluttist til Vínarborgar og gerðist aðstoðarprófessor við Vínarháskóla. Hann átti eftir að verða einn af þekktari meðlimum Vínarhringsins. Carnap flutti svo til Prag í Tékkóslóvakíu og gerðist prófessor við Þýska háskólann þar en vegna seinni heimstyrjaldarinnar fluttist hann til Bandaríkjanna. Hann varð Bandarískur ríkisborgari árið 1941. Hann átti eftir að kenna við nokkra bandaríska háskóla, Chicago-háskóla, Princeton og UCLA. Rudolf Carnap átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi sínu sem endaði með skilnaði 1929. Seinni kona Rudolf Carnap framdi sjálfsvíg árið 1964. Rudolf Carnap lést árið 1970 í Santa Monica í Kaliforníu.

Nokkur verka Rudolfs Carnap

breyta
  • 1922. Der Raum: Ein Beitrag zur Wissenschaftslehre, Kant-Studien, Ergänzungshefte, no. 56. Doktorsritgerð hans.
  • 1926. Physikalische Begriffsbildung. Karlsruhe: Braun.
  • 1928. Scheinprobleme in der Philosophie. Berlin: Weltkreis-Verlag.
  • 1928. Der Logische Aufbau der Welt. Leipzig: Felix Meiner Verlag.
  • 1929. Abriss der Logistik, mit besonderer Berücksichtigung der Relationstheorie und ihrer Anwendungen. Springer.[1]
  • 1934. Logische Syntax der Sprache. English translation 1937, The Logical Syntax of Language. Kegan Paul.[2]
  • 1996 (1935). Philosophy and Logical Syntax. Bristol UK: Thoemmes. Útdráttur.
  • 1939, Foundations of Logic and Mathematics in International Encyclopedia of Unified Science, Vol. I, no. 3. University of Chicago Press.[3]
  • 1942. Introduction to Semantics. Harvard Uni. Press.
  • 1943. Formalization of Logic. Harvard Uni. Press.
  • 1956 (1947). Meaning and Necessity: a Study in Semantics and Modal Logic. University of Chicago Press.
  • 1950. Logical Foundations of Probability. University of Chicago Press. bls. 3-15 á netinu. Geymt 11 janúar 2006 í Wayback Machine
  • 1950. „Empiricism, Semantics, Ontology“, Revue Internationale de Philosophie 4: 20-40.
  • 1952. The Continuum of Inductive Methods. University of Chicago Press.
  • 1958. Introduction to Symbolic Logic with Applications. Dover.
  • 1963, „Intellectual Autobiography“ in Schilpp (1963: 1-84).
  • 1966. Philosophical Foundations of Physics. Martin Gardner, ed. Basic Books. Útdráttur til lestrar.
  • 1971. Studies in inductive logic and probability, Vol. 1. University of California Press.
  • 1977. Two essays on entropy. Shimony, Abner, ed. University of California Press.
  • 1980. Studies in inductive logic and probability, Vol. 2. Jeffrey, R. C., ed. University of California Press.

Tilvísanir

breyta
  1. Weiss, Paul (1929). „Review: Abriss der Logistik by Rudolf Carnap“ (PDF). Bull. Amer. Math. Soc. 35 (6): 880.
  2. Mac Lane, Saunders (1938). „Review: The Logical Syntax of Language by Rudolf Carnap, translated from the German by Amethe Smeaton“ (PDF). Bull. Amer. Math. Soc. 44 (3): 171–176.
  3. Church, Alonzo (1939). „Review: Foundations of Logic and Mathematics by Rudolf Carnap“ (PDF). Bull. Amer. Math. Soc. 45 (11): 821–822.

Heimildir

breyta