2002
ár
(Endurbeint frá Júní 2002)
Árið 2002 (MMII í rómverskum tölum) var almennt ár sem byrjaði á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Samningur um opna lofthelgi tók gildi.
- 1. janúar - Tólf Evrópusambandslönd tóku upp evru (€) sem nýja sameiginlega mynt.
- 3. janúar - Ísraelsher tók skipið Karine A sem flutti vopn til heimastjórnar Palestínumanna.
- 4. janúar - Íslenska kvikmyndin Regína var frumsýnd.
- 5. janúar - Enska fyrirtækið Arriva tók við rekstri járnbrauta DSB á Mið- og Vestur-Jótlandi.
- 10. janúar - Metúrkoma varð við Kvísker í Öræfum, 293,3 mm.
- 11. janúar - Fyrstu fangarnir komu í Fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu.
- 13. janúar - Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, féll í yfirlið eftir að saltkringla stóð í honum.
- 17. janúar - Eldgos í Nyiragongo í Austur-Kongó varð til þess að 400.000 hröktust frá heimilum sínum.
- 18. janúar - Borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne lauk með ósigri skæruliðahreyfingarinnar Revolutionary United Front.
- 21. janúar - Kúrdíska konan Fadime Sahindal var myrt af föður sínum í Svíþjóð sem leiddi til mikillar umræðu um heiðursmorð.
- 23. janúar - Bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl var rænt og hann myrtur í Pakistan.
- 25. janúar - Fyrsta útgáfa MediaWiki-hugbúnaðarins kom út.
- 30. janúar - George W. Bush kallaði Íran, Írak og Norður-Kóreu „öxulveldi hins illa“ í ræðu um stöðu ríkisins.
Febrúar
breyta- Febrúar - Bíó Reykjavík var stofnað.
- 1. febrúar - Íslenska kvikmyndin Gemsar var frumsýnd.
- 2. febrúar - Vilhjálmur Alexander Hollandsprins gekk að eiga Máxima Zorreguieta Cerruti.
- 6. febrúar - Gullkrýningarafmæli Elísabetar 2. var haldið hátíðlegt í Bretlandi.
- 8. febrúar - Opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna fór fram í Salt Lake City í Bandaríkjunum.
- 10. febrúar - Bandaríska teiknimyndin Pétur Pan 2: Aftur til hvergilands var frumsýnd.
- 12. febrúar - Réttarhöldin yfir Slobodan Milošević hófust við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu í Hag.
- 17. febrúar - 150 létust þegar skæruliðar í Nepal gerðu árás á stjórnarhermenn og embættismenn.
- 19. febrúar - Geimkönnunarfarið 2001 Mars Odyssey hóf að kortleggja yfirborð Mars með hitaskanna.
- 22. febrúar - Skæruliðaforinginn Jonas Savimbi lést í átökum við stjórnarher Angóla.
- 22. febrúar - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Samkomulag milli stjórnarinnar og Tamíltígra var undirritað.
- 24. febrúar - Vetrarólympíuleikunum lauk í Salt Lake City í Utah.
Mars
breyta- 1. mars - Umhverfisvöktunargervihnötturinn Envisat var sendur á braut um jörðu.
- 1. mars - Bandaríkjaher hóf Anaconda-aðgerðina í Afganistan.
- 9. mars - Mont Blanc-göngin voru opnuð aftur eftir 3 ára lokun.
- 15. mars - Bandaríska teiknimyndin Ísöld var frumsýnd.
- 16. mars - Erkibiskupinn í Cali í Kólumbíu, Isaias Duarte, var myrtur fyrir framan kirkju.
- 19. mars - Ítalski hagfræðingurinn Marco Biagi var myrtur af Rauðu herdeildunum í Bologna.
- 20. mars - Breska vefútvarpið Last.fm var stofnað.
- 25. mars - Yfir 1000 létust þegar jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan.
- 26. mars - Sænska símafyrirtækið Telia og finnska fyrirtækið Sonera tilkynntu um samruna.
- 27. mars - 30 létust þegar palestínskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á hóteli í Netanya í Ísrael.
- 29. mars - Ísraelsher hóf Defensive Shield-aðgerðina á Vesturbakkanum.
Apríl
breyta- 1. apríl - Holland lögleiddi aðstoð við sjálfsvíg fyrst landa.
- 2. apríl - Ísraelsher settist um Fæðingarkirkjuna í Betlehem þar sem skæruliðar höfðu komið sér fyrir.
- 4. apríl - Borgarastyrjöldinni í Angóla lauk með friðarsamkomulagi stjórnarinnar við skæruliða UNITA.
- 9. apríl - Elísabet drottningarmóðir var borin til grafar frá Westminsterklaustri.
- 11. apríl - 21 lést þegar bílasprengja á vegum Al-Kaída sprakk við samkomuhús gyðinga í Djerba í Túnis.
- 12. apríl - Bandaríska kvikmyndin The Sweetest Thing var frumsýnd.
- 15. apríl - Vefurinn Fótbolti.net var stofnaður á Íslandi.
- 15. apríl - 129 létust þegar Air China flug 129 hrapaði í Suður-Kóreu.
- 17. apríl - Al-Kaída lýsti ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september 2001 á hendur sér.
- 18. apríl - Síðasti þáttur sænsku sápuóperunnar Rederiet var sendur út í Sænska ríkissjónvarpinu.
- 18. apríl - Gino Fasulo flaug flugvél sinni á Pirelli-bygginguna í Mílanó. Tvær konur sem voru í byggingunni dóu auk hans sjálfs.
- 19. apríl - Bandaríska kvikmyndin Ekta grískt brúðkaup var frumsýnd.
- 25. apríl - Leikbraut og rennibraut voru opnaðar við Grafarvogslaug.
- 25. apríl - Mark Shuttleworth varð fyrsti geimfarinn frá Afríku þegar hann fór út í geim með Sojús TM-34.
- 26. apríl - Fyrrum nemandi skaut 13 kennara, 2 nemendur, 1 lögreglumann og síðast sjálfan sig til bana í menntaskóla í Erfurt í Þýskalandi.
- 29. apríl - Ný einkatölva frá Apple, eMac, var sett á markað.
Maí
breyta- 3. maí - Bandaríska kvikmyndin Köngulóarmaðurinn var frumsýnd.
- 6. maí - Hollenski stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var ráðinn af dögum af dýraréttindaaktivista.
- 9. maí - Sprengja sprakk í göngu til að fagna 57 árum frá lokum Síðari heimsstyrjaldar í Kaspijsk í Dagestan. 43 létust.
- 10. maí - 7 létust og tugir slösuðust í Potters Bar-lestarslysinu við Potters Bar í Hertfordskíri í Englandi.
- 14. maí - Netþjónn Apple, Xserve, var settur á markað.
- 14. maí - Golfklúbbur Álftaness var stofnaður.
- 15. maí - Ný íslensk útlendingalög voru samþykkt á Alþingi og tóku gildi 1. janúar 2003.
- 20. maí - Austur-Tímor fékk sjálfstæði eftir 20 ára hersetu Indónesíu.
- 24. maí - George W. Bush og Vladimír Pútín undirrituðu samning um takmörkun kjarnavopna í Moskvu.
- 24. maí - Marta Lovísa Noregsprinsessa gekk að eiga Ari Behn í Niðaróssdómkirkju.
- 25. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 25. maí - Skagabyggð varð til við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps.
- 25. maí - 225 fórust þegar China Airlines flug 611 hrapaði í Suður-Kínahaf.
- 31. maí - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 hófst í Suður-Kóreu og Japan.
Júní
breyta- Júní - Evrópsk samtök um stafræn réttindi, EDRi, voru stofnuð.
- 4. júní - Chad Trujillo og Mike Brown uppgötvuðu reikistirnið 50000 Quaoar.
- 5. júní - Vafrinn Mozilla 1.0 var gefinn út.
- 6. júní - Loftsteinn sem var talinn 10 metrar í þvermál sprakk yfir Miðjarðarhafi.
- 8. júní - Íslensk stjórnvöld meinuðu meðlimum Falun Gong-hreyfingarinnar um landvistarleyfi af ótta við mótmæli í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin til Íslands.
- 9. júní - Kirkjubólshreppur og Hólmavíkurhreppur á Ströndum sameinuðust undir nafni þess síðarnefnda.
- 9. júní - Þingvallahreppur, Laugardalshreppur og Biskupstungnahreppur sameinuðust í sveitarfélagið Bláskógabyggð.
- 10. júní - Kevin Warwick stýrði fyrstu tilrauninni þar sem taugakerfi tveggja manna áttu bein samskipti með rafboðum.
- 11. júní - Þing ættbálkahöfðinga hófst í Kabúl. Tveimur dögum síðar kaus það Hamid Karzai sem tímabundinn forseta.
- 12. júní - Mótmæli vegna framkomu íslenskra stjórnvalda við meðlimi Falun Gong-hreyfingarinnar fóru fram víða í Reykjavík.
- 16. júní - Padre Pio var lýstur dýrlingur í Kaþólsku kirkjunni.
- 21. júní - Bandaríska teiknimyndin Lilo og Stitch var frumsýnd.
- 24. júní - Farþegalest og flutningalest skullu saman í Dódómahéraði í Tansaníu með þeim afleiðingum að 281 lést.
- 24. júní - Norsku regnhlífarsamtökin Oslo2002 skipulögðu stærstu mótmæli Noregs síðustu ára gegn Heimsbankanum á ABCDE-ráðstefnunni í Osló.
- 30. júní - Brasilía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 með 2-0 sigri á Þýskalandi. Ronaldo skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum.
Júlí
breyta- Júlí - Færeyska tónlistarhátíðin G! Festival var haldin í fyrsta sinn.
- 1. júlí - Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn gekk í gildi.
- 1. júlí - Þjóðhagsstofnun var lögð niður og verkefni hennar færð til Hagstofu Íslands.
- 9. júlí - Einingarsamtök Afríku voru lögð niður. Afríkusambandið tók við hlutverki þeirra.
- 12. júlí - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Monk hóf göngu sína.
- 14. júlí - Maður skaut af byssu á Jacques Chirac meðan á hátíðahöldum vegna þjóðhátíðardagsins stóð en hitti ekki.
- 17. júlí - Apple gaf út safn netþjónshugbúnaðar, .Mac.
- 18. júlí - Abdul Kalam varð forseti Indlands.
- 21. júlí - Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Worldcom óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 23. júlí - Parísarsáttmálinn (1951) rann út og Kola- og stálbandalag Evrópu rann formlega saman við Evrópusambandið.
- 24. júlí - Alfred Moisiu varð forseti Albaníu.
- 30. júlí - Eftir Enron- og Worldcom-hneykslin undirritaði George W. Bush Sarbanes-Oxley-lögin um ábyrgð stjórnarmanna og aukið gagnsæi.
Ágúst
breyta- 2. ágúst - Þing Tyrklands samþykkti afnám dauðarefsingar á friðartímum.
- 10. ágúst - Frjálshyggjufélagið var stofnað á Íslandi.
- 12. ágúst - Tugir létust þegar óveður gekk yfir Mið- og Austur-Evrópu.
- 13. ágúst - Neyðarástandi var lýst yfir í Prag vegna verstu flóða í tvær aldir.
- 16. ágúst - Íslenska kvikmyndin Maður eins og ég var frumsýnd.
- 19. ágúst - Téténskir skæruliðar skutu niður rússneska þyrlu við Kankala. 118 hermenn létust.
- 24. ágúst - Stýrikerfið Mac OS X Jaguar var kynnt.
- 26. ágúst - Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun hófst í Jóhannesarborg.
- 27. ágúst - Flak Northrop N-3PB-sjóflugvélar fannst á átta metra dýpi í Skerjafirði.
- 28. ágúst - Baugsmálið: Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
- 29. ágúst - Íslenska teiknimyndin Litla lirfan ljóta var frumsýnd.
September
breyta- 1. september - Heyrnleysingjaskólinn sameinaðist Hlíðaskóla.
- 4. september - Íslenska eignarhaldsfélagið Samson ehf var stofnað.
- 9. september - Fótboltavöllurinn Gillette Stadium var opnaður í Boston í Bandaríkjunum.
- 10. september - Sviss gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 13. september - Íslenska kvikmyndin Hafið var frumsýnd.
- 19. september - Herforinginn Robert Guéï reyndi valdarán á Fílabeinsströndinni sem hratt borgarastyrjöld af stað.
- 19. september - Ísraelsher settist að nýju um höfuðstöðvar Yasser Arafat í Ramallah.
- 23. september - Banni við einnota drykkjarumbúðum var aflétt í Danmörku.
- 25. september - Vitimatvikið: Stór vígahnöttur sprakk yfir Síberíu.
- 26. september - 1.863 fórust þegar ferjunni Joola hvolfdi undan strönd Gambíu.
- 27. september - Sænska teiknimyndin Kalli á þakinu var frumsýnd.
- 27. september - Skálinn, viðbygging við Alþingishúsið, var vígður.
- 27. september - Íslenska kvikmyndin Fálkar var frumsýnd.
- 27. september - Austur-Tímor gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 29. september - Danska sjónvarpsþáttaröðin Nikolaj og Julie hóf göngu sína á DR1.
Október
breyta- 1. október - Umferðarstofa varð til við sameiningu Skráningarstofunnar og Umferðarráðs.
- 4. október - Bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris var dæmdur til að greiða ekkju krabbameinssjúklings bætur.
- 6. október - Jóhannes Páll 2. páfi lýsti stofnanda Opus Dei, Josemarìa Escrivà de Balaguer, dýrling kaþólsku kirkjunnar.
- 12. október - Liðsmenn Jemaah Islamiyah stóðu fyrir sprengjutilræðum við tvo næturklúbba í Kuta á Balí með þeim afleiðingum að 202 létust.
- 16. október - Bókasafnið Bibliotheca Alexandrina var stofnað í Alexandríu í Egyptalandi.
- 19. október - Einkavæðing bankanna 2002: Íslenska ríkið seldi 45,8% hlut sinn í Landsbankanum til eignarhaldsfélagsins Samson.
- 19. október - Neðanjarðarlestarkerfið í Kaupmannahöfn hóf starfsemi.
- 20. október - A-bus-almenningsvagnaþjónustan hóf starfsemi í Kaupmannahöfn.
- 23. október - Numið var úr gildi sérákvæði í stjórnarskrá Ítalíu sem kvað á um að afkomendum Úmbertós 2., síðasta konungs Ítalíu, í beinan karllegg væri bannað að stíga fæti á ítalska jörð.
- 23. október - Téténskir skæruliðar hertóku Dúbrovka-leikhúsið í Moskvu og tóku um 850 manns í gíslingu. 133 gíslar og 40 skæruliðar voru drepnir í kjölfarið.
- 24. október - Leyniskyttuárásirnar í Washington 2002: John Allen Muhammad og Lee Boyd Malvo voru handteknir þar sem þeir sváfu í bíl sínum á hvíldarstæði í Maryland.
- 27. október - Tölvuleikurinn Grand Theft Auto: Vice City kom út fyrir PlayStation 2.
- 31. október - Íslenska heimildarmyndin Í skóm drekans var frumsýnd.
Nóvember
breyta- 3. nóvember - Kvikmyndin Harry Potter og leyniklefinn var frumsýnd í Bretlandi.
- 3. nóvember - Flokkur Recep Tayyip Erdoğan vann yfirburðasigur í þingkosningum í Tyrklandi og fékk 363 þingsæti af 550.
- 5. nóvember - Samgönguráðherra skipaði starfshóp um innleiðingu stafræns sjónvarps á Íslandi.
- 7. nóvember - Íbúar Gíbraltar höfnuðu sameiningu við Spán í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 8. nóvember - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1441 þar sem skilyrðislausrar afvopnunar Íraks var krafist.
- 8. nóvember - Hu Jintao tók við af Jiang Zemin sem aðalritari kínverska kommúnistaflokksins.
- 16. nóvember - Einkavæðing bankanna 2002: Íslenska ríkið seldi 45,8% hlut sinn í Búnaðarbankanum til S-hópsins.
- 18. nóvember - Ítalski stjórnmálamaðurinn Giulio Andreotti var dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Mino Pecorelli.
- 19. nóvember - Gríska olíuflutningaskipið Prestige brotnaði í tvennt og sökk undan strönd Galisíu. 76.000 m³ af olíu láku út sem var versta umhverfisslys í sögu Spánar og Portúgals.
- 20. nóvember - Blaðagrein sem lýsti fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimi sem siðlausri olli uppþotum og 215 dauðsföllum í Nígeríu og varð til þess að keppnin var haldin í London í stað Abuja.
- 25. nóvember - George W. Bush undirritaði Homeland Security-lögin. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna var stofnað.
- 27. nóvember - Bandaríska teiknimyndin Gullplánetan var frumsýnd.
- 28. nóvember - Sjálfsmorðssprengjuárás olli 16 dauðsföllum á hóteli í Mombasa í Kenýa. Al-Kaída lýsti ábyrgð á hendur sér.
Desember
breyta- 5. desember - Kvikmyndin Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal var frumsýnd.
- 6. desember - Glerárkirkja var vígð á Akureyri.
- 9. desember - Indónesía undirritaði friðarsamkomulag við skæruliða í Aceh.
- 12. desember - Wikiorðabókin hóf göngu sína.
- 12. desember - Norður-Kórea tilkynnti að landið hygðist halda kjarnorkuáætlun sinni áfram, en hún hafði verið stöðvuð 1994.
- 13. desember - Stækkun Evrópusambandsins var samþykkt í Kaupmannahöfn. Tíu ný aðildarlönd, Pólland, Slóvenía, Ungverjaland, Malta, Kýpur, Lettland, Eistland, Litháen, Tékkland og Slóvakía, voru samþykkt frá 1. maí 2004.
- 20. desember - Bandaríska kvikmyndin Gangs of New York var frumsýnd.
- 23. desember - Bandarískur dróni af gerðinni MQ-1 Predator var skotinn niður af íraskri MiG-25-orrustuþotu.
- 30. desember - Kröftugt eldgos hófst á Strombólí við Ítalíu.
Ódagsettir atburðir
breyta- Botnsárvirkjun hóf starfsemi á Vestfjörðum.
- Tunguárvirkjun hóf starfsemi á Vestfjörðum.
- Skáldsaga Andra Snæs Magnasonar LoveStar kom út.
- Íslenska stjórnmálahreyfingin Nýtt afl var stofnuð.
- Moskan í Reykjavík var stofnuð.
- Íslenska fyrirtækið Marorka var stofnað.
- Íslenska hljómsveitin Jan Mayen var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Lada Sport var stofnuð.
Fædd
breyta- 10. janúar - Andri Fannar Baldursson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 18. janúar - Kristall Máni Ingason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 29. janúar - Andri Lucas Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 8. janúar - Aleksandr Prokhorov, sovéskur eðlisfræðingur (f. 1916).
- 13. janúar - Pierre Joubert, franskur bókaskreytingarmaður (f. 1910).
- 21. janúar - Peggy Lee, bandarísk söngkona og lagahöfundur (f. 1920).
- 22. janúar - Skúli Guðmundsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1924).
- 23. janúar - Pierre Bourdieu, franskur félagsvísindamaður (f. 1930).
- 23. janúar - Robert Nozick, bandarískur heimspekingur (f. 1938).
- 28. janúar - Astrid Lindgren, sænskur rithöfundur (f. 1907).
- 29. janúar - R.M. Hare, enskur siðfræðingur (f. 1919).
- 5. febrúar - Oscar Reutersvärd, sænskur listamaður (f. 1915).
- 9. febrúar - Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon (f. 1930).
- 13. mars - Hans-Georg Gadamer, þýskur heimspekingur (f. 1900).
- 27. mars - Dudley Moore, breskur leikari og tónskáld (f. 1935)
- 30. mars - Elísabet drottningarmóðir (f. 1900).
- 1. apríl - Jón Múli Árnason, íslenskur útvarpsmaður (f. 1921).
- 5. apríl - Layne Staley, tónlistarmaður.
- 18. apríl - Thor Heyerdahl, norskur mannfræðingur og landkönnuður (f. 1914).
- 5. maí - Hugo Banzer, einræðisherra í Bólivíu (f. 1926).
- 10. maí - Yves Robert, franskur kvikmyndaleikstjóri.
- 22. maí - Xi Zhongxun, kínverskur stjórnmálamaður (f. 1913).
- 4. júní - Fernando Belaúnde Terry, forseti Perú (f. 1912).
- 17. júní - Fritz Walter, knattspyrnumaður (f. 1920).
- 17. júlí - Joseph Luns, hollenskur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 23. júlí - Hermann Lindemann, þýskur knattspyrnumaður og þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1910).
- 11. ágúst - Hermann Pálsson, íslenskur fræðimaður (f. 1921).
- 18. september - Stefán Hörður Grímsson, íslenskt skáld (f. 1919).
- 30. september - Göran Kropp, sænskur fjallgöngumaður (f. 1966).
- 9. október - Aileen Wuornos, bandarískur raðmorðingi (f. 1956).
- 24. nóvember - John Rawls, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 5. desember - Ne Win, leiðtogi Búrma (f. 1911).
- 10. desember - Andres Küng, sænskur rithöfundur (f. 1945).
- 20. desember - Fritz Røed, norskur myndhöggvari (f. 1928).
- 24. desember - Kjell Aukrust, norskur rithöfundur (f. 1920).
- Eðlisfræði - Raymond Davis Jr., Masatoshi Koshiba, Riccardo Giacconi
- Efnafræði - John B. Fenn, Koichi Tanaka, Kurt Wüthrich og rannsóknastofnunin Scripps
- Læknisfræði - Sydney Brenner, H. Robert Horvitz, John E. Sulston
- Bókmenntir - Imre Kertész
- Friðarverðlaun - Jimmy Carter
- Hagfræði - Daniel Kahneman, Vernon L. Smith
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 2002.