Austur-Evrópa
Austur-Evrópa er ýmist skilgreind sem
- sá hluti Evrópu sem áður tilheyrði Austurblokkinni,
- þau lönd sem liggja á milli Mið-Evrópu og Rússlands (sérstaklega eftir upplausn Varsjárbandalagsins), eða
- lönd með svipaða menningu sem ná frá Úralfjöllum, eða austurmörkum Evrópuhluta Rússlands að
- vesturlandamærum Samveldis sjálfstæðra ríkja eða
- austurlandamærum Evrópubandalagsins.
Lönd í Austur-Evrópu
breytaTölfræðideild Sameinuðu þjóðanna telur eftirfarandi lönd til Austur-Evrópu:
Önnur lönd í Austurblokkinni
breytaEftirtalin lönd sem áður voru hluti af Austurblokkinni eru nú oft talin til annarra hluta Evrópu:
- Fyrrum Sovétlýðveldin Eistland, Lettland og Litháen eru nú oft talin til Norður-Evrópu fremur en til Austur-Evrópu.
- Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía og Slóvenía eru nú oft talin til Mið-Evrópu fremur en til Austur-Evrópu.
- Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Króatía eru talinn til Suðaustur-Evrópu eða Balkanskagans fremur en til Austur-Evrópu.
Ef notast er við skilgreiningarnar hér að ofan þá standa eftirtalin lönd eftir sem hlutar Austur-Evrópu: