Fílabeinsströndin
Fílabeinsströndin er land í Vestur-Afríku með landamæri að Líberíu og Gíneu í vestri, Malí og Búrkína Fasó í norðri og Gana í austri. Í suðri á landið strönd að Gíneuflóa. Landið er einn af stærstu útflytjendum kaffis, kakós og pálmaolíu í heimi.
République de Côte d'Ivoire | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Union, Discipline, Travail (franska: Eining, agi, vinna) | |
Þjóðsöngur: L'Abidjanaise | |
![]() | |
Höfuðborg | Yamoussoukro (opinber), Abidjan (í reynd) |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Alassane Ouattara |
Forsætisráðherra | Hamed Bakayoko |
Sjálfstæði | |
- Frá Frakklandi | 7. ágúst 1960 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
69. sæti 322.463 km² 1,4 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
53. sæti 22.400.835 63,9/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 40,348 millj. dala (97. sæti) |
- Á mann | 1.053 dalir (159. sæti) |
Gjaldmiðill | CFA-franki |
Tímabelti | UTC |
Þjóðarlén | .ci |
Landsnúmer | +225 |
Landið skiptist milli nokkurra konungsríkja, eins og Gyaaman, Kongveldisins og Baoulé, áður en það varð hluti af nýlenduveldi Frakka á 19. öld. Upphaflega gerðu Frakkar samninga við innfædda höfðingja um að landið yrði franskt verndarríki en 1893 varð það hluti af nýlendunni Frönsku Vestur-Afríku. Fyrsti forseti landsins eftir að það fékk sjálfstæði 1960 var Félix Houphouët-Boigny sem ríkti til 1993. Stjórn landsins var áfram í nánum stjórnmálatengslum við Frakka sem sendu þangað herlið þegar Fyrsta borgarastyrjöld Fílabeinsstrandarinnar braust út 2002 og eins þegar Önnur borgarastyrjöld Fílabeinsstrandarinnar braust út 2011.
Þótt Fílabeinsströndin sé lýðveldi liggja mikil völd hjá forsetanum. Borgin Yamoussoukro er de jure höfuðborg ríkisins en stærsta borgin er hafnarborgin Abidjan. Rúmlega þriðjungur íbúa er múslimar (aðallega súnnítar), um þriðjungur kristinn (aðallega kaþólikkar) og tæplega þriðjungur aðhyllist hefðbundin afrísk trúarbrögð. Fílabeinsströndin er fjölmenningarríki og í landinu eru töluð 65 tungumál. Stærsti einstaki hópurinn eru Akanar sem eru um 40% íbúa.
Héruð og umdæmiBreyta
Fílabeinsströndin skipist í nítján héruð (régions):
Héruðin skiptast síðan í 81 umdæmi.
Mannfjöldi í helstu borgumBreyta
Opinber höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar er Yamoussoukro með 295.500 íbúa. Hún er því fjórða stærsta borgin. Abidjan með 3.310.500 íbúa er langstærsta borg landsins og er auk þess miðstöð fjármála. Abidjan er jafnframt stærsta borg frönskumælandi Vestur-Afríku.
Borg | Íbúafjöldi |
---|---|
Abidjan | 3.310.500 |
Bouaké | 775.300 |
Daloa | 489.100 |
Yamoussoukro | 295.500 |
Korhogo | 163.400 |
San Pédro | 151.600 |
Divo | 134.200 |