Stafrænt sjónvarp á Íslandi

Fyrstu útsendingar á stafrænu sjónvarpi á Íslandi hófust árið 1998. Nú er verið að leggja hliðrænt sjónvarp af með því að slökkva á hliðrænum sjónvarpssendum í áföngum. Slökkt var á fyrstu sendunum þann 2. september 2013. Áætlað er að slökkt verði á öllum hliðrænum sjónvarpssendum fyrir 31. desember 2014.[1]

RÚV og Vodafone eru að vinna saman til að setja upp nýtt stafrænt dreifingarkerfi. Vodafone rekur þetta kerfi í 15 ár frá fyrstu lokunum á hliðrænum sendingum. Til að ná útsendingunum þarf tæki sem getur skilið staðalinn DVB-T eða DVB-T2.[2] Nýja kerfið mun flytja fjórar sjónvarpsrásir í háskerpu. RÚV mun reka tvær þessara rása og Vodafone hinar tvær. Gert er ráð fyrir að stafrænar útsendingar nái til 99,8% Íslendinga um loftnet.[1]

InnleiðingBreyta

 
Áfangaskipting lokana á hliðrænum sjónvarpssendum á Íslandi.

Þann 5. nóvember 2002 skipaði þáverandi samgönguráðherra Sturla Böðvarsson starfshóp til að gera tillögu um innleiðingu á stafrænu sjónvarpi á Íslandi.[3] Þá var sett skilyrði um að stafrænar útsendingar næðu til 99,9% landsmanna.[3] Árið 2003 gaf Samgönguráðuneytið út skýrslu um stöðu stafræns sjónvarps á Íslandi og hvernig skyldi fara að innleiðingu þess.[3] Í henni var mælt með því að sameiginlegt stafrænt dreifingarkerfi yrði stofnað og að tryggt væri að allir aðilar hefðu jafnan aðgang að því.

Í skýrslunni voru ýmsir valkostir skoðaðir og ákveðið var að hagkvæmasta leiðin til að dreifa stafrænu sjónvarpi var með jarðbundnu útsendingarkerfi byggt á staðlinum DVB-T.[3]

ÁfangaskiptingBreyta

Verið er að slökkva á hliðrænum útsendingum í áföngum. Tímasetningar lokana er svona:[4]

Dagsetning Svæði
1. september 2013 Hlutar Norðurlands eystra og Vestfirða
1. febrúar 2014 Hlutar Austfirða
31. mars 2014 Vesturland, hlutar Austurlands
30. júní 2014 Suðurland, Vestmannaeyjar
30. september 2014 Akureyri og hlutar Norðurlands eystra
31. desember 2014 Höfuðborgarsvæðið, Reykjanesskagi og Vestfirðir

HeimildirBreyta

  1. 1,0 1,1 „Dreifing RÚV - Vodafone.is“. Sótt 2. febrúar 2014.
  2. „RÚV“. Sótt 2. febrúar 2014.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 „Greinargerð starfhóps um stafrænt sjónvarp á Íslandi“ (PDF). Sótt 2. február 2014.
  4. „Áætluð lokun hliðræna senda“. Sótt 2. febrúar 2014.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.