Þingvallahreppur
Þingvallahreppur var hreppur í uppsveitum Árnessýslu, kenndur við hinn forna þingstað alþingis.

Hinn 9. júní 2002 sameinaðist hann Laugardalshreppi og Biskupstungnahreppi og mynduðu þeir saman nýtt sveitarfélag sem fékk nafnið Bláskógabyggð.
