LoveStar

2002 skáldsaga

LoveStar er skáldsaga eftir Andra Snæ Magnason sem kom út árið 2002. Bókin fjallar um þau Sigríði og Indriða sem eru ástfangin hvort af öðru og efast um sannindi LoveStar sem er íslenskt stórfyrirtæki sem hefur á nokkrum árum náð að sölsa undir sig heiminn með því að finna leið til að beisla og nota ratvísi dýra.

LoveStar fyrirtækið hefur markaðssett dauðann og komið skipulagi á ástina og reist risastóran skemmtigarð í Öxnadal þar sem LoveStar blikkar yfir hraundranga. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru grafnar í fjöll og dranga í skemmtigarðinum. Blikkið yfir hraundranga kemur frá knippi af gervihnöttum sem fyrirtækið lét kínverska geimfara binda saman.

Heimildir breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.