Biskupstungnahreppur
Biskupstungnahreppur var hreppur í uppsveitum Árnessýslu, kenndur við tungurnar tvær sem afmarkaðar eru af Hvítá, Tungufljóti og Brúará. Hreppurinn samanstendur af þessum tungum sem og hlíðinni svokölluðu en þessar tungur eru kenndar við biskupinn í Skálholti, sem er neðarlega í miðri sveitinni.

Hinn 9. júní 2002 sameinaðist hann Laugardalshreppi og Þingvallahreppi og mynduðu þeir saman nýtt sveitarfélag sem fékk nafnið Bláskógabyggð.
