Xi Zhongxun

Kínverskur stjórnmálamaður (1913-2002)
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Xi, eiginnafnið er Zhongxun.

.

Xi Zhongxun árið 1946. Hann taldist til fyrstu valdakynslóðar Kína með Maó. Sem ríkisstjóri Guangdong héraðs í Suður Kína lagði hann til og kom í framkvæmd uppbyggingu Shenzhen sem fyrsta „fríverslunarsvæðis“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er faðir Xi Jinping núverandi forseta Kína

Xi Zhongxun (f. 15. október 1913, d. 22. maí 2002) var stjórnmálamaður í Alþýðulýðveldinu Kína, einn af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra landsins og taldist til fyrstu valdakynslóðar landsins með Maó Zedong. Hann starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar Kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þings Kommúnistaflokksins og varaforsætisráðherra landsins. Í „hreinsunum“ menningarbyltingar Maós var hann sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og í fangelsi árið 1968. Hann hóf aftur þátttöku í stjórnmálum er hann varð ríkisstjóri Guangdong og stýrði gríðarlegrar uppbyggingu þess. Hann er faðir Xi Jinping núverandi forseta Kína og leiðtoga fimmtu valdakynslóðarinnar.

Æviferill

breyta

Xi Zhongxun fæddist árið 1913 í fjölskyldu landeigenda í Fuping-sýslu í Shaanxi-héraði. Hann gekk til liðs við Æskulýðshreyfingu Kommúnista í maí 1926 og í Kommúnistaflokk Kína árið 1928. Hann varð eins af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína.

Á árunum 1959 til 1962 var hann varaforsætisráðherra landsins uns hann féll í ónáð í flokknum og var í menningarbyltingunni sakaður um óheilindi við Maós Zedong. Hann lenti í „hreinsunum“ og var sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og síðan í fangelsi árið 1968.

Að Maó gengnum átti Xi Zhongxun endurkvæmt í stjórnmálin. Í mars 1978 var hann kjörinn sem annar flokksritari Guangdong-héraðs og síðan aðalritari flokksins í Guangzhou. Sama ár var hann kjörinn til miðstjórnar flokksins. Hann var gerður ríkisstjóra Guangdong-héraðs í Suður-Kína á árunum 1979 til 1981. Það var hann sem lagði til og kom í framkvæmd uppbyggingu Shenzhen sem fyrsta „fríverslunarsvæðis“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Það varð síðan öðrum svæðum fyrirmynd. Þau urðu síðan grunnurinn að gífurlegum efnahagsframförum Kínverja á undanförnum áratugum. Í september 1982 var kjörinn fulltrúi í miðstjórn Kommúnistaaflokksins og í apríl 1988 var kjörin varaformaður sjöunda þings Kommúnistaflokks Kína.

Hann þótti sýna umburðarlyndi gagnvart annarri menningu og trúarbrögðum. Hann var einn fárra talsmanna opin markaðshagkerfis innan Kína. Á níunda áratugnum var hann einn fárra talsmanna opnunar og var ofsóttur fyrir vikið.

Í störfum sínum var hann einn lærifeðra verðandi leiðtoga Kína á borð við Hu Jintao fyrrverandi foreta og Wen Jiabao fyrrverandi forsætisráðherra. Hann var faðir Xi Jinping núverandi forseta Kína og leiðtoga fimmtu valdakynslóðar Alþýðulýðveldisins.

Hann lést 22. maí 2002 vegna veikinda.

Fjölskylda

breyta

Xi Zhongxun var tvíkvæntur. Með annarri konu sinni, Qi Xin, áttu hann fjögur börn: Xi Qiaoqiao, Xi An'an, Xi Jinping (nú forseta Kína) og Xi Yuanping.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Xi Jinping“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. október 2010.
  • China's New Rulers: The Secret File, Andrew J. Nathan and Bruce Gilley, The New York Review Book
  • The Origins of the Cultural Revolution, Vol. 3 : The Coming of the Cataclysm, 1961-1966 (Columbia University Press, 1997)
  • Biography of Xi Zhong Geymt 12 apríl 2020 í Wayback Machine