G! Festival

árleg tónlistarhátíð á Austurey í Færeyjum

G! Festival er tónlistarhátíð haldin er á hverju sumri utan við Gøtu í Færeyjum. Fyrsta hátíðin var haldin árið 2002 með aðeins 1.000 áhorfendum. G! Festival og Summarfestivalurin eru stærstu tónlistarhátíðir færeyja.

Eivør Pálsdóttir á G! Festival 2004.

Hátíðin var stofnuð af Sólarn Solmunde og tónlistarmanninum Jón Tyril. 2005 seldust allir miðar upp á tónlistarhátíðina sem voru 6.000 talsins. Sá fjöldi samsvarar einum áttunda af íbúafjölda færeyja. Hátíðin er í samstarfi við Iceland Airwaves. Á hverju ári skiptast hátíðarnar á einum tónlistarmanni sem leikur á hátíðinni.[1]

Á meðal íslenskra hljómsveita og tónlistamanna sem hafa leikið á hátíðinni eru Hjálmar, Mugison og FM Belfast.

Tilvísanir breyta

  1. Iceland Review Geymt 4 ágúst 2009 í Wayback Machine, 15 July 2007

Heimildir breyta