Skerjafjörður er fjörður í Faxaflóa sunnan við Kollafjörð og norðan við Hafnarfjörð. Skerjafjörður liggur frá norðvestri til suðausturs milli Seltjarnarness og Álftaness og heitir eftir Lönguskerjum í miðjum firðinum. Við suðausturenda fjarðarins eru Lambhúsatjörn á Álftanesi, Arnarnesvogur, Kópavogur og Fossvogur.

Kort sem sýnir staðsetningu Skerjafjarðar, Kollafjarðar og Hafnarfjarðar.

Hverfið Skerjafjörður tilheyrir póstnúmeri 102 í Reykjavík.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.