Konungur Ítalíu er titill þjóðhöfðingja sem ekki er lengur í notkun frá því Ítalía varð lýðveldi árið 1946. Núverandi erfingi síðasta konungs Ítalíu, Viktor Emmanúel prins af Napólí, notast við titilinn konunglegur erfðaprins (principe reale ereditario).

Fáni konungsríkisins Ítalíu frá 1861 til 1946.

Titillinn hefur verið notaður af mörgum, en enginn konungur Ítalíu réði yfir öllum Appennínaskaganum fyrr en í kjölfar sameiningar Ítalíu árið 1861 eftir að meirihluti kjósenda á Norður-Ítalíu hafði valið að gera landið að konungsríki í stað lýðveldis, líkt og margir sameiningarsinnar (eins og Giuseppe Garibaldi) höfðu barist fyrir. Í reynd var konungsríkið Sardinía þá látið ná yfir alla Ítalíu og konungur Sardiníu varð konungur Ítalíu.

Konungar Ítalíu

breyta

Germanskir konungar

breyta

Eftir afsögn Rómúlusar Ágústulusar Rómarkeisara árið 476 var Herúllinn Ódóaker útnefndur dux Italiae og tók sér síðar titilinn rex Italiae eða konungur Ítalíu.

Austurgotinn Þjóðríkur mikli sigraði Ódóaker og tók sér titilinn konungur Ítalíu. Eftirmenn hans notuðu titilinn þar til Býsans náði Ítalíu aftur á sitt vald. Síðasti konungur Ítalíu í það skiptið var Teias (d. 552).

Frankakonungar

breyta

Þriðji sonur Karlamagnúsar, Pípinn var krýndur konungur Ítalíu af Hadríanusi I páfa, en hann og eftirmenn hans ríktu aðeins á Norður-Ítalíu, en Mið-Ítalía var innan Páfaríkisins.

Frá 888 voru yfirleitt nokkrir sem gerðu tilkall til titilsins, nokkrir þeirra keisarar hins Heilaga rómverska ríkis. Frá 962 til 1806 var titillinn hluti af titlum keisarans.

Napóleonstíminn

breyta

Napóleon Bónaparte stofnaði skammlíft Ítalskt konungdæmi á Norður-Ítalíu 1805 og krýndi sjálfan sig konung Ítalíu. Þetta konungsríki lifði til falls Napóleons 1814.

Savojaættin

breyta
 
Skjaldarmerki Savojaættarinnar

Með sameiningu Ítalíu 1861 varð konungur Sardiníukonungi Ítalíu.

Nafn frá til
Viktor Emmanúel 2.   17. mars 1861 9. janúar 1878
Úmbertó 1.   9. janúar 1878 29. júlí 1900[1]
Viktor Emmanúel 3.   29. júlí 1900 9. maí 1946[2]
Úmbertó 2.   9. maí 1946[3] 12. júní 1946[4]

[1] Myrtur.
[2] Sagði af sér.
[3] Frá 5. júní 1944 var hann staðgengill ríkisstjóra konungsríkisins.
[4] Yfirgaf Ítalíu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, en sagði aldrei formlega af sér eða viðurkenndi lýðveldið.

Endalok titilsins

breyta

Í stjórnarskrá lýðveldisins Ítalíu er tekið fram að allir aðalstitlar séu numdir úr gildi. Í sérstökum viðauka er auk þess lagt blátt bann við því að afkomendur síðasta konungs Ítalíu í beinan karllegg stígi fæti á ítalska jörð. Þessi viðauki var fyrst numinn úr gildi 23. október 2002, en afkomendur Úmbertós II hafa ekki gert beint tilkall til titilsins.

Tengt efni

breyta