Galisía

sjálfstjórnarsvæði á Norðvestur-Spáni

42°50′0″N 2°41′0″V / 42.83333°N 2.68333°V / 42.83333; -2.68333

Galisía
Galicía
Sjálfstjórnarhérað
Fáni Galisía
Skjaldarmerki Galisía
LandSpánn
Sjálfstjórn1981
Stjórnarfar
 • ForsetiAlfonso Rueda (PP)
Flatarmál
 • Samtals29.574 km2
Mannfjöldi
 (2020)
 • Samtals2.701.819
TímabeltiUTC+1
 • SumartímiUTC+2
Svæðisnúmer34 98
VefsíðaGalicía

Galisía (eða Jakobsland) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á Norðvestur-Spáni. Galisía liggur norðan Portúgals og vestan spænsku sjálfstjórnarsvæðanna Kastilía-León og Astúría. Galisía skiptist í A Coruña-hérað, Lugo-hérað, Ourense-hérað og Pontevedra-hérað.

Galisía er 29.574 ferkílómetrar og íbúar héraðsins voru um 2.700.000 árið 2018. Svæðið, sem fékk sjálfstjórn árið 1981, Höfuðstaðurinn er Santiago de Compostela. Fjölmennasta borgin er Vigo í Pontevedra-sýslu. Opinber tungumál í Galisíu eru tvö, spænska og galisíska, sem er skyld portúgölsku.

Saga breyta

Konungsríki var stofnað í Galisíu árið 395. Vísigotar náðu því á sitt vald seinna en Márar náðu aldrei eiginlegum völdum þar og Alfonso 1. Astúríukonungur rak þá burt árið 739 og innlimaði um leið Galisíu í ríki sitt. Síðar varð það hluti af konungsríkinu Kastilíu og Leon en naut þó stundum nokkurrar sjálfstjórnar.

Atvinnulíf breyta

Galisíubúar lifðu löngum af landbúnaði og fiskveiðum og sumir höfðu einnig góðar tekjur af þjónustu við pílagríma eftir að pílagrímsferðir að gröf heilags Jakobs í Santiago de Compostela hófust á 9. öld. Á 20. öld varð mikil iðnaðaruppbygging í héraðinu en þar eru meðal annars bílaverksmiðjur og vefnaðariðnaður. Í bænum Arteixo í A Coruña-sýslu eru höfuðstöðvar Inditex, stærstu vefnaðarvörukeðju Evrópu og þeirrar næststærstu í heimi en þekktasta vörumerki keðjunnar er Zara.

Höfuðstöðvar spænsks sjávarútvegs eru í Vigo og þar hefur CFCA, Eftirlitsstofnun ESB með fiskveiðum, aðsetur sitt.

Tenglar breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.