Dagestan

fylki í Rússlandi

Lýðveldið Dagestan er fylki (lýðveldi) í Rússneska sambandslýðveldinu. Dagestan er stærsta fylki Rússlands í Kákasus bæði hvað varðar stærð og fólksfjölda. Fylkið er fjalllent og dreifbýlt. Svæðið er byggt mörgum ættflokkasamfélögum sem tala ólík tungumál en 95,3% íbúa eru múslimar.

Dagestanskur maður á ljósmynd eftir Sergej Mikhaílóvitsj Prókúdín-Gorskíj tekin milli 1905 og 1915.

Höfuðborg fylkisins er Makatskala (um 460þ íbúar). Önnur stærsta borgin er Derbent (um 100þ íbúar).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.