Dagestan
Lýðveldið Dagestan er fylki (lýðveldi) í Rússneska sambandslýðveldinu. Dagestan er stærsta fylki Rússlands í Kákasus bæði hvað varðar stærð og fólksfjölda. Fylkið er fjalllent og dreifbýlt. Svæðið er byggt mörgum ættflokkasamfélögum sem tala ólík tungumál en 95,3% íbúa eru múslimar.

Dagestanskur maður á ljósmynd eftir Sergej Mikhaílóvitsj Prókúdín-Gorskíj tekin milli 1905 og 1915.
Höfuðborg fylkisins er Makatskala (um 460þ íbúar). Önnur stærsta borgin er Derbent (um 100þ íbúar).