Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 var í 17. sinn sem mótið var haldið. Keppnin var haldin í Suður-Kóreu og Japan, þetta var fyrsta HM sem var heldið í Asíu. Þetta var seinasta HM sem var með golden goal regluna, og eina HM sem var haldin í fleirru en einu landi. Brasilía vann keppnina en setti þá met aðð vinna hana 5 sinnum. Þeir tóku Þýskaland 2-0 í lokaleiknum. Þjóðverjar komu svo í 2.sæti Tyrkir í því 3, og Suður-Kórea í því 4. Mikið að skrítnum úrslitum voru í þessari keppni. Það að Frakkar sem voru ríkjandi meistarar komust ekki uppúr riðlinum, enduðu aðeins með 1. stig. Suður-Kórea komust í undanúrslitin með því að vinna Spán, Ítalíu og Portugal á leiðinni. Og að Brasilía unnu keppnina í 5 sinn.

Val á gestgjöfumBreyta

Þrjú lönd sóttust eftir að halda keppnuna: Mexíkó, Japan og Suður-Kórea. Í ljósi þess að Mexíkó hafði áður haldið keppnina árin 1970 og 1986 var talið ólíklegt að landið hreppti hnossið, þess í stað háðu Asíulöndin tvö hatramma baráttu um gestgjafahlutverkið. João Havelange, forseti FIFA var talinn á bandi Japana en Lennart Johansson forseti UEFA var á öðru máli. Hann beitti sér fyrir því að löndin tvö tækju saman höndum og héldu mótið í sameiningu. Sameiginlega framboðið vann auðveldlega á þingi FIFA vorið 1996.

Með ákvörðuninni voru ýmis blöð brotin. Þetta yrði fyrsta keppnin í Asíu og sú fyrsta með tvo gestgjafa. Lega landanna gerði það einnig að verkum að evrópskir fótboltaáhugamenn máttu sætta sig við afar óvenjulega leiktíma á mótinu.

UndankeppniBreyta

199 lönd skráðu sig til leiks í undankeppninni til að berjast um 29 laus sæti í úrslitunum. Kínverjar nýttu sér fjarveru gestgjafaþjóðanna tveggja í forkeppninni og komust í úrslitin í fyrsta og eina skiptið. Hollendingar misstu af sæti í úrslitakeppninni, lentu á eftir Írum sem komust alla leið eftir sigur á Írönum í umspili. Júgóslavar urðu líka að sitja heima á meðan grannar þeirra Slóvenar komust í sína fyrstu úrslitakeppni. Tyrkland komst áfram í fyrsta sinn frá HM 1954. England og Þýskaland lentu saman í forriðli og þurftu þeir síðarnefndu að fara í gegnum umspil til að tryggja sér farseðilinn til Asíu. Úrúgvæ varð síðasta liðið í úrslitin eftir sigur á Áströlum í tveggja leikja einvígi. Kólumbía var hæsta liðið á styrkleikalista FIFA (4ða sæti) sem ekki komst í úrslitin en Kína (50asta sæti) var það lægsta sem það gerði.

ÞátttökuliðBreyta

24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

LeikvangarBreyta

  Suður Kórea
Daegu Seoul Busan Incheon Ulsan
Daegu World Cup Stadium Seoul World Cup Stadium Busan Asiad Stadium Incheon World Cup Stadium Ulsan Munsu Football Stadium
Áhorfendur: 68.014 Áhorfendur: 63.961 Áhorfendur: 55.982 Áhorfendur: 52.179 Áhorfendur: 43.550
         
Suwon Gwangju Jeonju Seogwipo Daejeon
Suwon World Cup Stadium Gwangju World Cup Stadium Jeonju World Cup Stadium Jeju World Cup Stadium Daejeon World Cup Stadium
Áhorfendur: 43.188 Áhorfendur: 42.880 Áhorfendur: 42.391 Áhorfendur: 42.256 Áhorfendur: 40.407
         
  Japan
Yokohama Saitama Shizuoka Osaka Miyagi
International Stadium Yokohama Saitama Stadium Shizuoka Stadium ECOPA Nagai Stadium Miyagi Stadium
Áhorfendur: 72.327 Áhorfendur: 63.000 Áhorfendur: 50.600 Áhorfendur: 5.,000 Áhorfendur: 49.000
         
Ōita Niigata Kashima Kobe Sapporo
Ōita Stadium Niigata Stadium Kashima Stadium Kobe Wing Stadium Sapporo Dome
Áhorfendur: 43.000 Áhorfendur: 42.300 Áhorfendur: 42.000 Áhorfendur: 42.000 Áhorfendur: 42.000
         

KeppninBreyta

RiðlakeppninBreyta

Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.

Riðill ABreyta

Óvænt úrslit urðu í opnunarleik heimsmeistaramótsins þegar Senegal, á sínu fyrsta móti, skellti heimsmeisturum Frakka. Þetta var bara byrjunin á hörmungarmóti Frakka sem gerðu næst markalaust jafntefli við Úrúgvæ eftir að hafa misst Thierry Henry af velli með rautt spjald á fyrsta hálftímanum. Til að bæta gráu oná svart töpuðu Frakkar fyrir Dönum, sem unnu riðilinn, í lokaleiknum 2:0. Senegal náði hinu sætinu í 16-liða úrslitunum á kostnað Úrúgvæ en liðið gerðu 3:3 jafntefli í lokaumferðinni þar sem Afríkumennirnir voru 3:0 yfir í hálfleik.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Danmörk 3 2 1 0 5 2 +3 7
2   Senegal 3 1 2 0 5 4 +1 5
3   Úrúgvæ 3 0 2 1 4 5 -1 2
4   Frakkland 3 0 1 2 0 3 -3 1

31. maí - Seoul World Cup Stadium, Seoul

 •   Frakkland 0 : 1   Senegal

1. júní - Munsu Cup Stadium, Ulsan

 •   Úrúgvæ 1 : 2   Danmörk

6. júní - Daegu World Cup Stadium, Daegu

 •   Danmörk 1 : 1   Senegal

6. júní - Asiad Main Stadium, Busan

 •   Frakkland 0 : 0   Úrúgvæ

11. júní - Incheon Munhak Stadium, Incheon

 •   Danmörk 2 : 0   Frakkland

11. júní - Suwon World Cup Stadium, Suwon

 •   Senegal 3 : 3   Úrúgvæ

Riðill BBreyta

Árangur Evrópuliðanna tveggja í riðlinum var eins og svart og hvítt. Spánverjar unnu alla sína leiki og luku keppni með fullt hús á meðan Slóvenar töpuðu öllum þremur leikjunum. Hin tvö liðin, Paragvæ og Suður-Afríka gerðu jafntefli í upphafsleiknum og fjöldi skoraðra marka réð því að lokum hvor þjóðin kæmist áfram. Þar hafði Paragvæ vinninginn eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðasta hálftímanum í lokaleiknum gegn Slóveníu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Spánn 3 3 0 0 9 4 +5 9
2   Paragvæ 3 1 1 1 6 6 0 4
3   Suður-Afríka 3 1 1 1 5 5 0 4
4   Slóvenía 3 0 0 3 2 7 -5 0

2. júní - Asiad Main Stadium, Busan

 •   Paragvæ 2 : 2   Suður-Afríka

2. júní - Gwangju World Cup Stadium, Gwangju

 •   Spánn 3 : 1   Slóvenía

7. júní - Jeonju World Cup Stadium, Jeonju

 •   Spánn 3 : 1   Paragvæ

8. júní - Daegu World Cup Stadium, Daegu

 •   Suður-Afríka 1 : 0   Slóvenía

12. júní - Daejeon World Cup Stadium, Daejeon

 •   Suður-Afríka 2 : 3   Spánn

12. júní - Jeju World Cup Stadium, Seogwipo

 •   Slóvenía 1 : 3   Paragvæ

Riðill CBreyta

Kína reið ekki feitum hesti frá sinni fyrstu lokakeppni. Tapaði öllum leikjunum og skoraði ekki mark. Brasilía var hins vegar annað tveggja liða til að klára sinn riðil á fullu húsi stiga. Jafntefli Kosta Ríka og Tyrklands í annarri umferð þýddi að í lokaleikjunum myndi markatalan ráða því hvort liðanna kæmist áfram. Tyrkir unnu Kínverja 3:0 á meðan Kosta Ríka tapaði með þriggja marka mun fyrir Brasilíu, sem reyndist of mikið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Brasilía 3 3 0 0 11 3 +8 9
2   Tyrkland 3 1 1 1 5 3 +2 4
3   Kosta Ríka 3 1 1 1 5 6 -1 4
4   Kína 3 0 0 3 0 9 -9 0

3. júní - Munsu Cup Stadium, Ulsan

 •   Brasilía 2 : 1   Tyrkland

4. júní - Gwangju World Cup Stadium, Gwangju

 •   Kína 0 : 2   Kosta Ríka

8. júní - Jeju World Cup Stadium, Seogwipo

 •   Brasilía 4 : 0   Kína

9. júní - Incheon Munhak Stadium, Incheon

 •   Kosta Ríka 1 : 1   Tyrkland

13. júní - Suwon World Cup Stadium, Suwon

 •   Kosta Ríka 2 : 5   Brasilía

13. júní - Seoul World Cup Stadium, Seoul

 •   Tyrkland 3 : 0   Kína

Riðill DBreyta

Heimamenn byrjuðu vel með sigri á Portúgal í fyrsta leik. Bandaríkin komust í 3:0 móti Portúgölum í hinni viðureigninni en voru næstum búin að missa leikinn niður í jafntefli. Portúgalir virtust vaknaðir til lífsins með stórsigri á Pólverjum á sama tíma og Suður-Kórea og Bandaríkin skildu jöfn. Pólverjar björguðu ærunni með sigri á Bandaríkjunum í lokaumferðinni en enduðu samt á botninum. Suður-Kórea nældi sér í toppsætið og skildi Portúgali eftir með sárt ennið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Suður-Kórea 3 2 1 0 4 1 +3 7
2   Bandaríkin 3 1 1 1 5 6 -1 4
3   Portúgal 3 1 0 2 6 4 +2 3
4   Pólland 3 1 0 2 3 7 -4 3

4. júní - Asiad Main Stadium, Busan

 •   Suður-Kórea 2 : 0   Pólland

5. júní - Suwon World Cup Stadium, Suwon

 •   Bandaríkin 3 : 2   Portúgal

10. júní - Daegu World Cup Stadium, Daegu

 •   Suður-Kórea 1 : 1   Bandaríkin

10. júní - Jeonju World Cup Stadium, Jeonju

 •   Portúgal 4 : 0   Pólland

14. júní - Incheon Munhak Stadium, Incheon

 •   Kosta Ríka 0 : 1   Suður-Kórea

14. júní - Daejeon World Cup Stadium, Daejeon

 •   Pólland 3 : 1   Bandaríkin

Riðill EBreyta

Sádi Arabía fékk versta skellinn á mótinu gegn Þjóðverjum í fyrsta leik, 8:0. Sama dag skildu Írar og Kamerúnmenn jafnir. Jöfnunarmark Robbie Keane fyrir Íra í uppbótartíma gegn Þjóðverjum reyndist dýrmætt og þeir fylgdu þýska liðinu áfram í næstu umferð. Sádi Arabar töpuðu öllum sínum leikjum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Þýskaland 3 2 1 0 11 1 +10 9
2   Írland 3 1 2 0 5 2 +3 5
3   Kamerún 3 1 1 1 2 3 -1 4
4   Sádi Arabía 3 0 0 3 0 12 -12 0

1. júní - Niigata Stadium, Niigata

 •   Írland 1 : 1   Kamerún

1. júní - Sapporo Dome, Sapporo

 •   Þýskaland 8 : 0   Sádi Arabía

5. júní - Kashima Soccer Stadium, Ibaraki

 •   Þýskaland 1 : 1   Írland

6. júní - Saitama Stadium 2002, Saitama

 •   Kamerún 1 : 0   Sádi Arabía

11. júní - Shizuoka Stadium, Shizuoka

 •   Kamerún 0 : 2   Þýskaland

11. júní - International Stadium Yokohama, Yokohama

 •   Sádi Arabía 0 : 3   Írland

Riðill FBreyta

Dauðariðillinn svokallaði vakti mikla eftirvæntingu, ekki hvað síst vegna gamalla væringa Englendinga og Argentínumanna. Argentína byrjaði vel með sigri á Nígeríu á sama tíma og Evrópuþjóðirnar skildu jafnar. Tvö mörk Henke Larsson gerðu HM-vonir Nígeríumanna að engu í annarri umferðinni og vítaspyrna David Beckham tryggði sigur Englands á argentínsku erkifjendunum. Báðum leikjum í lokaumferðinni lauk með jafntefli og Svíar og Englendingar komust því áfram.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Svíþjóð 3 1 2 0 4 3 +1 5
2   England 3 1 2 0 2 1 +1 5
3   Argentína 3 1 1 1 2 2 0 4
4   Nígería 3 0 1 2 1 3 -2 1

2. júní - Kashima Soccer Stadium, Ibaraki

 •   Argentína 1 : 0   Nígería

2. júní - Saitama Stadium 2002, Saitama

 •   England 1 : 1   Svíþjóð

7. júní - Kobe Wing Stadium, Kobe

 •   Svíþjóð 2 : 1   Nígería

7. júní - Sapporo Dome, Sapporo

 •   Argentína 0 : 1   England

12. júní - Miyagi Stadium, Miyagi

 •   Svíþjóð 1 : 1   Argentína

12. júní - Nagai Stadium, Osaka

 •   Nígería 0 : 0   England

Riðill GBreyta

G-riðillinn var talinn einn sá allra erfiðasti og liðin kepptust um að taka stigin hvert af öðru. Nýliðar Ekvador töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum og voru þar með úr leik. Þeir gerðu þó bronsliðinu frá fyrri heimsmeistarakeppni, Króötum, grikk með því að vinna þá í lokaleiknum. Þau úrslit þýddu að Ítalir skriðu áfram eftir að hafa jafnað á móti Mexíkó undir lok leiks en Norður-Ameríkuliðið náði nokkuð óvænt toppsætinu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Mexíkó 3 2 1 0 4 2 +2 7
2   Ítalía 3 1 1 1 4 3 +1 4
3   Króatía 3 1 0 2 2 3 -1 3
4   Ekvador 3 1 0 2 2 4 -2 3

3. júní - Niigata Stadium, Niigata

 •   Króatía 0 : 1   Mexíkó

3. júní - Sapporo Dome, Sapporo

 •   Ítalía 2 : 0   Ekvador

8. júní - Kashima Soccer Stadium, Ibaraki

 •   Ítalía 1 : 2   Króatía

9. júní - SMiyagi Stadium, Miyagi

 •   Mexíkó 2 : 1   Ekvador

12. júní - Ōita Stadium, Ōita

 •   Mexíkó 1 : 1   Króatía

12. júní - International Stadium Yokohama, Yokohama

 •   Ekvador 1 : 0   Króatía

Riðill HBreyta

Japanir hlutu sitt fyrsta stiga á heimsmeistaramóti með því að gera jafntefli við Belga í fyrsta leik. Fyrir keppnina höfðu japanskir stuðningsmenn haft áhyggjur af því að verða fyrsta gestgjafaliðið í sögunni til að komast ekki upp úr riðlakeppninni, en þær áhyggjur reyndust óþarfar og sigrar í seinni leikjunum tveimur tryggðu liðinu óvænt toppsæti. Jafntefli Belga og Túnisbúa gerði það að verkum belgíska liðið þurfti sigur gegn Rússum í lokaleiknum til að hreppa annað sætið. Belgar unnu 3:2 í fjörugum leik. Túnis lauk keppni án sigurs.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Japan 3 2 1 0 5 2 +3 7
2   Belgía 3 1 2 0 6 5 +1 5
3   Rússland 3 1 0 2 4 4 0 3
4   Túnis 3 0 1 2 1 5 -4 1

4. júní - Saitama Stadium 2002, Saitama

 •   Japan 2 : 2   Belgía

5. júní - Kobe Wing Stadium, Kobe

 •   Rússland 2 : 0   Túnis

9. júní - International Stadium Yokohama, Yokohama

 •   Japan 1 : 0   Rússland

10. júní - Ōita Stadium, Ōita

 •   Túnis 1 : 1   Belgía

14. júní - Nagai Stadium, Osaka

 •   Túnis 0 : 2   Japan

14. júní - Shizuoka Stadium, Shizuoka

 •   Belgía 3 : 2   Rússland

ÚtsláttarkeppninBreyta

Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslitBreyta

Oliver Neuville skaut Þjóðverjum í fjórðungsúrslitin með marki í blálokin. Englendingar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Dani. Senegal sló Svía úr leik með gullmarki í framlengingu. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslitin í leik Spánverja og Íra eftir að Robbie Keane jafnaði úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Hann skoraði aftur í vítakeppninni en það dugði ekki til fyrir Íra. Bandaríkin unnu Mexíkó í Norður-Ameríkuslagnum og Brasilía lagði Belga síðar sama dag. Gestgjafaþjóðirnar kepptu lokadag 16-liða úrslitanna. Japanir máttu sætta sig við tap fyrir Tyrkjum. Óvæntustu úrslitin litu hins vegar dagsins ljós í leik Suður-Kóreu og Ítalíu þar sem úrslitin réðust með gullmarki.

15. júní - Jeju World Cup leikvangurinn, Seogwipo, áh. 25,176

15. júní - Big Swan leikvangurinn, Niigata, áh. 40,582

16. júní - Big Eye leikvangurinn, Ōita, áh. 39.747

16. júní - Suwon World Cup leikvangurinn, Suwon, áh. 38.926

17. júní - Jeonju World Cup leikvangurinn, Jeonju, áh. 36.380

17. júní - Kobe Wing leikvangurinn, Kobe, áh. 40.440

18. júní - Miyagi leikvangurinn, Rifu, áh. 45.666

18. júní - Daejeon World Cup leikvangurinn, Daejeon, áh. 38.588

FjórðungsúrslitBreyta

Michael Owen kom Englendingum yfir gegn Brasilíu en aukaspyrnumark frá Ronaldinho skildi að lokum milli liðanna. Michael Ballack skoraði mark Þjóðverja gegn Bandaríkjamönnum sem voru afar ósáttir fyrir að fá ekki vítaspyrnu þegar leikmaður þýska liðsins sló boltann á marklínu. Gullmark kom Tyrkjum áfram á móti Senegal, sem þar með missti af því að verða fyrsta afríska liðið til að komast í undanúrslit. Suður-Kórea hélt áfram að koma á óvart. Spánn skoraði ekkert gilt mark en tvö sem dæmd voru af vegna rangstöðu á umdeildan hátt. Í vítakeppninni skoruðu heimamenn úr öllum spyrnum sínum og urðu fyrsta Asíuþjóðin í undanúrslit.

21. júní - Ecopa leikvangurinn, Shizuoka, áh. 47.436

21. júní - Munsu Cup leikvangurinn, Ulsan, áh. 37.337

22. júní - Gwangju World Cup leikvangurinn, Gwangju, áh. 42.114

22. júní - Nagai leikvangurinn, Osaka, áh. 44.233

UndanúrslitBreyta

Michael Ballack skoraði eina markið í sigri Þjóðverja á heimamönnum í Suður-Kóreu. Það var þó súrsæt tilfinning fyrir leikmanninn sem hafði nælt sér í gult spjald fyrr í leiknum og var því í leikbanni í lokin. Hinum undanúrslitaleiknum lauk líka með 1:0 sigri eftir mark frá Ronaldo.

25. júní - Seoul World Cup leikvangurinn, Seoul, áh. 65.256

26. júní - Saitama leikvangurinn, Saitama, áh. 61.058

BronsleikurBreyta

Hakan Şükür skráði nafn sitt í sögubækurnar með því að skora eftir 10,8 sekúndur og setja nýtt met. Alls voru fimm mörk skoruð í leiknum, það síðasta í uppbótartíma.

29. júní - Daegu World Cup leikvangurinn, Daegu, áh. 63.483

ÚrslitaleikurBreyta

Ronaldo skoraði bæði mörk Brasilíu í seinni hálfleik. Þetta var í fyrsta sinn frá HM 1970 sem heimsmeistararnir unnu alla leiki sína.

30. júní - Yokohama alþjóðaleikvangurinn, Yokohama, Daegu, áh. 69.029

Markahæstu leikmennBreyta

Ronaldo hreppti gullskó FIFA með átta mörk skoruð. Alls voru 161 mark skorað í 64 leikjum, 2,52 mörk á leik að jafnaði.

8 mörk
5 mörk
4 mörk