Enron
Enron Corporation var bandarískt orku-, hrávöru- og þjónustufyrirtæki með aðsetur í Houston, Texas. Það var stofnað af Kenneth Lay árið 1985 við samruna fyrirtækjanna Lay's Houston Natural Gas og InterNorth, tveggja tiltölulega lítilla raforku- og gassölufyrirtækja. Fyrir gjaldþrot fyrirtækisins þann 2. desember 2001 störfuðu um 20.000 manns hjá Enron, sem var m.a stórtækt á sviði raforku- og jarðgassölu, fjarskipta og hrávörumiðlunar[1].
Enron Corporation | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | 1985 (Omaha, Nebraska) |
Stofnandi | Kenneth Lay |
Örlög | Gjaldþrota |
Staðsetning | Houston, Texas |
Starfsemi | Hrávörumiðlun og orkusala |
Starfsfólk | 20.000 (árið 2000) |
Enron-hneykslið
breytaÍ lok árs 2001 kom í ljós að stjórnendur Enron höfðu stundað stórfelld bókhaldssvik í þeim tilgangi að blása upp hlutabréfaverð fyrirtækisins. Fyrirtækið fór að lokum fram á gjaldþrotaskipti, sem leiddi til þess að þúsundir starfa töpuðust ásamt því að fjöldi fjárfesta tapaði milljörðum dollara. Bókhaldssvikin voru með þeim stærstu í sögunni og hafa í seinni tíð verið nefnd Enron-hneykslið, en þau voru sögð hafa verið stofnanavædd, kerfisbundin og vel skipulögð.[2].
Tilvísanir
breyta- ↑ „What Was Enron? What Happened and Who Was Responsible“. Investopedia (enska). Sótt 14. maí 2023.
- ↑ „Enron scandal | Summary, Explained, History, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 14. maí 2023.