Marorka er íslenskt fyrirtæki sem þróar orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að marki að draga úr olíunotkun skipa og þar með eldsneytiskostnaði og mengun. Fyrirtækið var stofnað í júní árið 2002 og er sprottið af vinnu Dr. Jóns Ágústar Þorsteinssonar, stofnanda og forstjóra fyrirtækisins, við doktorsverkefni sitt í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla.

Marorka ehf.
Rekstrarform einkahlutafélag
Stofnað 2002
Staðsetning Smáratorgi 3
Kópavogur
Ísland
Starfsemi Orkustjórnun skipa
Vefsíða www.marorka.com

Marorka vinnur m.a. að:

  • ráðgjafavinnu við nýsmíði skipa
  • greiningu á rekstrarstikum skipa
  • þróun orkustjórnunarhugbúnaðarins Maren

Kerfi frá Marorku hafa verið sett upp um borð í skip af margvíslegum stærðum og gerðum; Fiskiskipum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum.

Árið 2008 var Marorka eitt af 37 norrænum fyrirtækum sem tilnefnd voru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Marorka er með ISO 9001:2000 gæðakerfi, og er vottað af Det Norske Veritas.

Tilvísanir

breyta

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Rannís
Morgunblaðið
Skip.is - vefur sjómanna
Tækni og vit 2007[óvirkur tengill]
Danish Export Group Association
World Fishing Geymt 10 október 2006 í Wayback Machine

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta