Oscar Reutersvärd

Oscar Reutersvärd (29. nóvember 19152. febrúar 2002) var sænskur myndlistarmaður sem fékkst við teikningar á ómögulegum hlutum, það er þrívíðum hlutum sem aldrei gætu verið til í þremur víddum. Reutersvärd varð fyrir áhrifum frá skrifum eðlisfræðingsins Rogers Penrose og helgaði sig rannsóknum á þrívíðum þverstæðum eins og endalausa stiganum sem hann uppgötvaði á undan Penrose og M. C. Escher sem gerði hann síðar frægan. Reutersvärd aðhylltist púrisma sem er afsprengi kúbisma. Hann teiknaði því ekki raunsætt umhverfi kringum formin eins og Escher gerði heldur hélt sig strangt við rúmfræðileg form, alltaf með sama sjónarhorni (samsíða sjónarhorni eða japönsku sjónarhorni) og gerði meðal annars um 2500 númeraðar myndir af þessum toga.

Reutersvärd ásamt tveimur konum 1959.

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.