Laugardalshreppur
Laugardalshreppur var hreppur í uppsveitum Árnessýslu, kenndur við Laugardal norðan Laugarvatns.
Hreppurinn var stofnaður árið 1905 þegar Grímsneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 9. júní 2002 sameinaðist hann Þingvallahreppi og Biskupstungnahreppi og mynduðu þeir saman nýtt sveitarfélag sem fékk nafnið Bláskógabyggð.
