1999
ár
(Endurbeint frá Nóvember 1999)
1999 (MCMXCIX í rómverskum tölum) var 99. ár 20. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Evran var tekin í notkun í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins.
- 1. janúar - Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð með sameiningu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur.
- 1. janúar - Breytingar á sveitarstjórnaskipun Póllands tóku gildi. Landinu var skipt í 16 héruð.
- 4. janúar - Byssumenn skutu á hóp sjíamúslima í Íslamabad í Pakistan, myrtu 16 og særðu 25.
- 10. janúar - Sanjeev Nanda myrti 3 lögreglumenn í Nýju Delí en var síðar sýknaður.
- 10. janúar - Sjónvarpsþáttaröðin Soprano-fjölskyldan hóf göngu sína á HBO.
- 15. janúar - Blóðbaðið í Račak: 45 kosóvóalbanar voru drepnir af Júgóslavíuher.
- 19. janúar - Q – félag hinsegin stúdenta var stofnað undir nafninu Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS).
- 20. janúar - China News Service sagði frá takmörkunum á Internetnotkun sem beindust gegn netkaffihúsum.
- 25. janúar - Bandarísku gamanþættirnir Zoboomafoo hófu göngu sína.
- 25. janúar - Um 1.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Kólumbíu.
- 28. janúar - Ford Motor Company keypti sænska bílaframleiðandann Volvo cars.
- 31. janúar - Fyrsti þátturinn af Family Guy var sendur út í Bandaríkjunum.
Febrúar
breyta- 2. febrúar - Hugo Chávez tók við embætti forseta Venesúela.
- 4. febrúar - Amadou Diallo var skotinn til bana af lögreglumönnum í New York.
- 6. febrúar - Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð.
- 7. febrúar – Abdullah prins tók við krúnunni í Jórdaníu eftir dauða föður síns, Husseins konungs.
- 11. febrúar - Plútó fluttist lengra frá sólu en Neptúnus eftir að hafa verið nær henni frá 1979.
- 12. febrúar - Vantraust gegn Bill Clinton var fellt í Bandaríkjaþingi.
- 16. febrúar - Kúrdískir skæruliðar hertóku nokkur sendiráð í Evrópu eftir að einn af foringjum þeirra, Abdullah Öcalan, var handtekinn af Tyrkjum.
- 21. febrúar - Sanna Sillanpää skaut þrjá menn til bana og særði einn á skotvelli í Finnlandi.
- 22. febrúar - Hófsami sjíaklerkurinn Mohammad Mohammad Sadeq al-Sadr var myrtur í Írak.
- 23. febrúar - John William King var dæmdur sekur fyrir morðið á James Byrd Jr.
- 23. febrúar - 31 lést þegar snjóflóð rann yfir þorpið Galtür í Austurríki.
- 27. febrúar - Olusegun Obasanjo var kosinn forseti Nígeríu í fyrstu forsetakosningum í landinu frá árinu 1983.
- 27. febrúar - Colin Prescot og Andy Elson settu met í flugi í loftbelg eftir að hafa verið á lofti í 233 tíma og 55 mínútur.
Mars
breyta- 1. mars - Sprengja eyðilagði sendiráð Angóla í Lúsaka, Sambíu.
- 1. mars - Hútúar frá Rúanda myrtu 8 ferðamenn í Úganda.
- 3. mars - Fyrsta útgáfa GNOME-skjáborðsumhverfisins kom út.
- 12. mars - Ungverjaland, Tékkland og Pólland gerðust aðilar að NATO.
- 15. mars - Santernefndin í Brussel sagði af sér vegna ásakana um spillingu.
- 21. mars - Bertrand Piccard og Brian Jones urðu fyrstir til þess að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg.
- 23. mars - Luis Maria Argana, varaforseti Paragvæ, var myrtur.
- 24. mars - Kosóvóstríðið: NATO varpaði sprengjum á skotmörk í Júgóslavíu. Þetta var í fyrsta sinn sem NATO réðist á fullvalda ríki.
- 24. mars - 39 létust þegar kviknaði í flutningabíl í Mont Blanc-göngunum. Göngin voru lokuð í nær þrjú ár eftir slysið.
- 25. mars - Kosóvóstríðið: Fjöldamorðin í Ljubenić hófust í Kosóvó.
- 26. mars - Tölvuormurinn Melissa hóf að smitast um Internetið.
- 27. mars - F-117 Nighthawk-flugvél frá Bandaríkjaher var skotin niður yfir Kosóvó.
- 28. mars - Teiknimyndaþættirnir Futurama hófu göngu sína á FOX.
- 28. mars - Kosóvóstríðið: Fjöldamorðin í Podujevo og Izbica áttu sér stað.
- 29. mars - Dow Jones-vísitalan stóð í 10.006,78 að loknum viðskiptadegi í Wall Street. Þetta var í fyrsta skipti sem vísitalan var yfir 10.000 við lokun kauphallarinnar.
Apríl
breyta- 1. apríl - Kanadíska fylkið Nunavut varð til úr austurhluta Norðvesturhéraðanna.
- 5. apríl - Líbýa afhenti skoskum yfirvöldum tvo menn sem grunaðir voru um að hafa valdið sprengingunni í Pan Am flugi 103 yfir Lockerbie.
- 7. apríl - Sprengja sprakk í Dal hinna föllnu á Spáni. Skæruliðahreyfingin GRAPO lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 7. apríl - Kosóvóstríðið: Júgóslavíuher lokaði helstu landamærastöðvum í Kosóvó til að koma í veg fyrir flótta albanskra íbúa.
- 8. apríl - Bill Gates varð ríkasti einstaklingur heims vegna mikilla hækkana á hlutabréfum í Microsoft.
- 9. apríl - Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Níger, var ráðinn af dögum.
- 14. apríl - Kosóvóstríðið: Flugvélar NATO réðust á bílalest með albönskum flóttamönnum fyrir mistök og drápu 79 flóttamenn.
- 15. apríl - Forsetakosningar fóru fram í Alsír og Abdelaziz Bouteflika var kjörinn forseti.
- 17. apríl - Naglasprengja sem hægriöfgamaðurinn David Copeland kom fyrir sprakk á markaði í Brixton.
- 20. apríl - Columbine fjöldamorðin: Tveir nemendur Columbine-menntaskólans skutu 13 skólafélaga sína til bana og særðu 24 aðra en frömdu síðan sjálfsmorð.
- 24. apríl - Meðlimir Falungong stóðu fyrir mótmælum utan við stjórnarbyggingu í Zhongnanhai sem leiddi til víðtækra ofsókna gegn hreyfingunni.
- 26. apríl - Breska sjónvarpskonan Jill Dando var skotin til bana við heimili sitt í Fulham.
- 27. apríl - Abdelaziz Bouteflika tók við embætti forseta Alsír.
- 30. apríl - Kambódía gekk í Samband Suðaustur-Asíuríkja.
- 30. apríl - Þriðja naglasprengja David Copeland sprakk á krá í Soho í London með þeim afleiðingum að ófrísk kona lést auk tveggja vina hennar og 70 særðust.
Maí
breyta- 1. maí - Teiknimyndaþættirnir Svampur Sveinsson hófu göngu sína á Nickelodeon.
- 3. maí - Skýstrokkur gekk yfir miðborg Oklahómaborgar og olli 36 dauðsföllum.
- 3. maí - Dow Jones-vísitalan var yfir 11.000 stig eftir lokun í fyrsta sinn.
- 6. maí - Þingkosningar voru haldnar í Skotlandi og Wales.
- 7. maí - Kosóvóstríðið: 3 kínverskir sendiráðsstarfsmenn létust og 20 særðust þegar bandarísk B-2-sprengjuflugvél varpaði sprengju á kínverska sendiráðið í Belgrad fyrir mistök.
- 7. maí - João Bernardo Vieira forseta Gíneu-Bissá var steypt af stóli í herforingjauppreisn.
- 8. maí - Alþingiskosningar voru haldnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hélt meirihluta. Samfylkingin bauð í fyrsta sinn fram sem kosningabandalag.
- 12. maí - Skoska þingið kom saman í fyrsta skipti.
- 13. maí - Carlo Azeglio Ciampi varð forseti Ítalíu.
- 17. maí - Ehud Barak var kjörinn forsætisráðherra Ísraels.
- 19. maí - Bandaríska kvikmyndin Star Wars: Episode I – The Phantom Menace var frumsýnd.
- 20. maí - Rauðu herdeildirnar myrtu Massimo D'Antona ráðgjafa atvinnumálaráðherra Ítalíu.
- 26. maí - Manchester United sigruðu Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Bayern München.
- 26. maí - Fyrsta þing Wales í yfir 600 ár kom saman í Cardiff.
- 26. maí - Indverski flugherinn gerði árásir á uppreisnarmenn og pakistanska hermenn í Kasmírhéraði.
- 27. maí - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu sakaði Slobodan Milošević og fjóra aðra fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna Kosóvóstríðsins.
- 28. maí - Málverkið Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci var aftur haft til sýnis eftir 22 ára viðgerðir.
- 29. maí - Charlotte Nilsson sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1999 fyrir Svíþjóð með laginu „Take me to your heaven“. Fulltrúi Íslands, Selma Björnsdóttir, lenti í 2. sæti með laginu „All Out of Luck“.
Júní
breyta- 1. júní - Tónlistardeiliforritið Napster kom út.
- 2. júní - Bútanska útvarpsfélagið sjónvarpaði í fyrsta sinn í konungdæminu.
- 5. júní - Íslamski hjálpræðisherinn í Alsír samþykkti að leysa sig upp.
- 8. júní - Ríkisstjórn Kólumbíu tilkynnti að tekjur af ólöglegri eiturlyfjaframleiðslu yrðu hafðar með í vergri landsframleiðslu.
- 9. júní - Kosóvóstríðið: Friðarsamningur var undirritaður milli Júgóslavíu og NATO.
- 10. júní - 897.000 lítrar af bensíni láku úr neðanjarðarleiðslu í Bellingham (Washington). Í kjölfarið varð sprenging sem leiddi til dauða 3.
- 12. júní - Friðargæslulið Kosóvó hélt inn í héraðið.
- 12. júní - George W. Bush, fylkisstjóri Texas, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins.
- 14. júní - Thabo Mbeki var kjörinn forseti Suður-Afríku.
- 18. júní - Mótmæli gegn hnattvæðingu voru skipulögð um allan heim.
- 21. júní - Fartölvan iBook frá Apple kom út.
- 25. júní - Domus Aurea, höll Nerós í Róm, var opnuð almenningi eftir langvinnar viðgerðir.
Júlí
breyta- 1. júlí - Elísabet 2. setti Skoska þingið formlega.
- 1. júlí - Europol hóf starfsemi.
- 2. júlí - Bandaríski nýnasistinn Benjamin Nathaniel Smith hóf 3 daga morðherferð í Illinois og Indiana.
- 5. júlí - Bandaríski hermaðurinn Barry Winchell var barinn í svefni í Fort Campbell í Kentucki og lést vegna þess daginn eftir.
- 7. júlí - Hicham El Guerrouj setti heimsmet í míluhlaupi í Róm.
- 8. júlí - Skáldsagan Harry Potter og fanginn frá Azkaban kom út í Bretlandi.
- 11. júlí - Indlandsher náði Kargilhéraði í Kasmír á sitt vald.
- 16. júlí - Flugvél með John F. Kennedy yngri, Carolyn Bessette Kennedy eiginkonu hans og systur hennar fórst á Atlantshafi. Allir um borð létust.
- 20. júlí - Mercury-verkefnið: Lendingarfarinu Liberty Bell 7 var bjargað af hafsbotni.
- 22. júlí - Fyrsta útgáfa MSN frá Microsoft kom út.
- 23. júlí - Múhameð Ben Al-Hassan var krýndur Múhameð 6. konungur í Marokkó eftir lát föður síns.
- 23. júlí - Chandra-stjörnuathugunarstöðinni var skotið á loft.
- 23. júlí - All Nippon Airways flugi 61 var rænt í Tókýó.
- 23. júlí - Tónlistarhátíðin Woodstock '99 hófst í New York.
- 25. júlí - Lance Armstrong sigraði Tour de France-hjólreiðakeppnina í fyrsta skipti.
- 27. júlí - 21 fórst í gljúfurferðaslysi við Interlaken í Sviss.
- 31. júlí - NASA lét geimkönnunarfarið Lunar Prospector brotlenda á Tunglinu.
Ágúst
breyta- 7. ágúst - Téténskar skæruliðasveitir réðust inn í rússneska fylkið Dagestan.
- 8. ágúst - Callatis-hátíðin var haldin í fyrsta sinn í Rúmeníu.
- 9. ágúst - Boris Jeltsín rak ríkisstjórn Rússlands í fjórða sinn.
- 11. ágúst - Sólmyrkvi sást vel í Evrópu og Asíu.
- 14. ágúst - Byggingu Eyrarsundsbrúarinnar lauk. Við það tækifæri hittust Friðrik Danakrónprins og Viktoría krónprinsessa með táknrænum hætti á miðri brúnni.
- 17. ágúst - Jarðskjálfti reið yfir héraðið İzmit í Tyrklandi með þeim afleiðingum að yfir 17.000 fórust.
- 19. ágúst - Tugþúsundir mótmælenda í Belgrad kröfðust þess að Slobodan Milošević segði af sér sem forseti Júgóslavíu.
- 25. ágúst - Kvikmyndin Níunda hliðið var frumsýnd í Frakklandi.
- 26. ágúst - Annað stríðið í Téténíu hófst.
- 30. ágúst - Íbúar Austur-Tímor samþykktu sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
September
breyta- 7. september - Yfir 140 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Aþenu.
- 7. september - Bandarísku fjölmiðlafyrirtækin Viacom og CBS Corporation tilkynntu fyrirhugaðan samruna.
- 9. september - Íbúðasprengjurnar í Rússlandi: Öflug sprengja sprakk í fjölbýlishúsi í Moskvu með þeim afleiðingum að 94 létust.
- 13. september - Íbúðasprengjurnar í Rússlandi: 119 létust þegar sprengja sprakk í fjölbýlishúsi við Kasjirskoje-hraðbrautina í Moskvu.
- 14. september - Kíribatí, Nárú og Tonga gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 16. september - Íbúðasprengjurnar í Rússlandi: 17 létust þegar bílsprengja sprakk við fjölbýlishús í Volgodonsk.
- 17. september - Ítalski hagfræðingurinn Romano Prodi var kosinn forseti Evrópuráðsins.
- 18. september - Íslenska sjónvarpsstöðin PoppTV hóf göngu sína.
- 21. september - 2.400 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Taívan.
Október
breyta- 1. október - Alþjóðaflugvöllurinn Shanghai Pudong var opnaður í Kína.
- 2. október - Slysavarnafélagið Landsbjörg var stofnað á Íslandi.
- 5. október - 31 lést í Ladbroke Grove-lestarslysinu vestan við London.
- 6. október - Spacewatch-verkefnið uppgötvaði eitt af tunglum Júpíters, Kalliróe.
- 12. október - Hópur pakistanskra herforingja undir stjórn Pervez Musharraf framdi valdarán og steypti Nawaz Sharif af stóli.
- 13. október - Öldungadeild Bandaríkjanna hafnaði Samningnum um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn.
- 15. október - Læknar án landamæra fengu friðarverðlaun Nóbels.
- 15. október - Steingervingur af Archaeoraptor (sem síðar reyndist falsaður) var kynntur á ráðstefnu National Geographic Society.
- 20. október - SkjárEinn hóf útsendingar á Íslandi.
- 22. október - Tölvuleikurinn Grand Theft Auto 2 kom út fyrir PlayStation-leikjatölvuna.
- 27. október - Byssumenn hófu skothríð í Armenska þinginu. Þeir myrtu forsætisráðherrann Vazgen Sargsyan og sjö aðra.
- 29. október - Odisha-fellibylurinn gekk yfir Indland með þeim afleiðingum að um 10.000 fórust.
- 31. október - EgyptAir flug 990 hrapaði við Nantucket í Bandaríkjunum. Allir um borð, 217 talsins, fórust.
Nóvember
breyta- 5. nóvember - Vísindamenn uppgötvuðu plánetuna HD 209458b á braut um sólina HD 209458.
- 11. nóvember - 67 létust þegar fjölbýlishús hrundi í Foggia á Ítalíu.
- 12. nóvember - Jarðskjálftinn í Düzce í Tyrklandi olli dauða 845 manns.
- 15. nóvember - Fyrstu Edduverðlaunin voru veitt.
- 16. nóvember - 16 fórust og 69 björguðust þegar norska skíðaferjan Sleipner strandaði við Ryvarden-vita.
- 20. nóvember - Ómannaða geimfarinu Shenzhou 1 var skotið á loft frá Kína.
- 23. nóvember - Þingið í Kúveit dró til baka lög frá 1985 sem gáfu konum kosningarétt.
- 25. nóvember - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að 25. nóvember skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi til minningar um Mirabal-systurnar.
- 27. nóvember - Helen Clark varð forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
- 30. nóvember - Samruna ExxonMobil lauk.
- 30. nóvember - Mótmælin í Seattle 1999 gegn Alþjóðaviðskiptastofnuninni hófust.
- 30. nóvember - Sænsku dagblöðin Aftonbladet, Dagens Nyheter, Expressen og Svenska Dagbladet tóku sig saman um að birta nöfn og myndir af 62 nýnasistum og vélhjólaklíkuforingjum.
- 30. nóvember - Kjarnorkuverinu í Barsebäck í Svíþjóð var lokað.
Desember
breyta- 1. desember - Hótelið Burj Al Arab var opnað í Dúbæ.
- 2. desember - Fyrsta ríkisstjórn Norður-Írlands sem bæði mótmælendur og kaþólikkar áttu aðild að kom saman.
- 3. desember - Tori Murden varð fyrst kvenna til að róa yfir Atlantshafið þegar hún kom í land á Gvadelúp eftir 81 daga ferð frá Kanaríeyjum.
- 3. desember - NASA missti samband við Mars Polar Lander áður en hann fór inn í lofthjúp Mars.
- 18. desember - NASA sendi gervihnöttinn Terra á loft með fimm fjarskynjunartækjum (ASTER, CERES, MODIS og MISR) til að vakta ástand jarðar.
- 20. desember - Alþýðulýðveldið Kína tók við stjórnartaumum í Maká.
- 24. desember - Indian Airlines flugi 814 var rænt.
- 24. desember - Árið helga 2000 hófst þegar Jóhannes Páll 2. páfi opnaði hurðina helgu í Vatíkaninu.
- 26. desember - Hvirfilbylurinn Lothar olli dauða 137 manna þegar hann gekk yfir Frakkland, Þýskaland og Sviss.
- 28. desember - Saparmyrat Nyýazow lét gera sig að „lífstíðarforseta“ í Túrkmenistan.
- 31. desember - Boris Jeltsín sagði af sér sem forseti Rússlands. Vladimír Pútín var settur forseti í hans stað.
- 31. desember - Panamaskurðurinn komst allur í hendur Panama.
Ódagsettir atburðir
breyta- Rússneska hljómsveitin t.A.T.u. var stofnuð.
- Bókin No Logo eftir Naomi Klein kom út.
- Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes hf. var stofnað.
- Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var stofnuð.
Fædd
breyta- 22. febrúar - Katrín Lea Elenudóttir, íslensk fyrirsæta.
- 25. febrúar - Gianluigi Donnarumma, ítalskur knattspyrnumaður.
- 18. mars - Adrian Fein, þýskur knattspyrnumaður.
- 22. mars - Bríet, íslensk söngkona.
- 7. apríl - Baldvin Þór Magnússon, íslenskur langhlaupari.
- 9. apríl - Lil Nas X, bandarískur rappari.
- 19. apríl - Ty Panitz, bandarískur leikari.
- 23. apríl - Laufey Lín Jónsdóttir, íslensk tónlistarkona.
- 15. maí - Arnór Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 19. maí - Harrison Fahn, bandarískur leikari.
- 11. júní - Kai Havertz, þýskur knattspyrnumaður.
- 30. júlí - Joey King, bandarísk leikkona.
- 10. ágúst - Óli Gunnar Gunnarsson, íslenskur leikari.
- 18. nóvember - Aron Can, íslenskur tónlistarmaður.
- 14. desember - Karley Scott Collins, bandarísk leikkona.
- 18. desember - Lenya Rún Taha Karim, íslensk stjórnmálakona.
Dáin
breyta- 19. janúar - Roderick Chisholm, bandarískur heimspekingur (f. 1916).
- 29. janúar - Hilmar Þorbjörnsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1934).
- 23. janúar - Jakob Benediktsson, íslenskur ritstjóri (f. 1907).
- 2. febrúar - Ólafur Björnsson, íslenskur hagfræðingur (f. 1912).
- 3. febrúar - Þorsteinn Hannesson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1917).
- 8. febrúar - Iris Murdoch, breskur rithöfundur (f. 1919).
- 19. febrúar - Mohammad Sadeq al-Sadr, íraskur sjítaleiðtogi (myrtur).
- 25. febrúar - Glenn T. Seaborg, bandarískur efnafræðingur (f. 1912).
- 7. mars - Stanley Kubrick, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1928).
- 8. mars - Joe DiMaggio, bandarískur hafnaboltaleikmaður (f. 1914).
- 13. mars - Jakob Tryggvason, íslenskur tónlistarmaður (f. 1907).
- 22. mars - Þorleifur Einarsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1931).
- 29. mars - Gyula Zsengellér, ungverskur knattspyrnumaður (f. 1915).
- 9. apríl - Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Níger (f. 1949).
- 16. júní – Screaming Lord Sutch, breskur tónlistarmaður og leiðtogi The Monster Raving Loony Party (f. 1940).
- 4. júlí - Hindrunarstökksmeistarinn Milton (f. 1977).
- 6. júlí - Gary Michael Heidnik, bandarískur morðingi og nauðgari (f. 1943).
- 27. júlí - Brandur Brynjólfsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1916).
- 8. september - Lagumot Harris, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1938).
- 13. september - Benjamin S. Bloom, bandarískur uppeldisfræðingur (f. 1913).
- 19. október - Auður Auðuns, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 29. október - Greg, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1931).
- 18. nóvember - Paul Bowles, bandarískur rithöfundur (f. 1910).
- 20. nóvember - Amintore Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1908).
- 15. desember - Ármann Kr. Einarsson, íslenskur rithöfundur (f. 1915).
- 26. desember - Curtis Mayfield, bandarískur söngvari (f. 1942).