Family Guy eru bandarískir teiknimyndaþættir um óvanalega fjölskyldu í bænum Quahog á Rhode Island. Þættirnir eru sköpunarverk Seth MacFarlane og byrjuðu sýningar á þáttunum árið 1999. Þeir eru sýndir á Fox sjónvarpsstöðinni. Nú hafa verið gefnar út 22 þáttaraðir.

Merki þáttana.
Griffin fjölskyldan.

Family Guy var aflýst árið 2000 og aftur árið 2002, en mikil sala á DVD útgáfu þáttanna og endursýningar á sjónvarpsstöðinni Adult Swim, sannfærði Fox um að endurvekja þættina árið 2005. Family Guy er fyrsti þátturinn sem hefur verið endurvakinn á grundvelli DVD sölu.

Aðalpersónur

breyta
  • Peter Griffin - Eiginmaður Lois, faðir Meg, Chris og Stewie, eigandi Brians.
  • Lois Griffin - Eiginkona Peters, móðir Meg, Chris og Stewie.
  • Meg Griffin - Táningsdóttir Peters og Lois.
  • Chris Griffin - Táningssonur Peters og Lois.
  • Stewie Griffin - Ungbarn Peters og Lois.
  • Brian Griffin - Talandi fjölskylduhundurinn.
  • Quagmire - Vinur Peters.
  • Joe Swanson - persóna í þáttunum Family guy og er vinur Peter Griffin. Joe starfar sem lögregluþjónn í Quahog. Joe Swanson er lamaður og notast við hjólastól en það aftrar honum ekki í starfi sínu sem lögreglumaður.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.