Óli Gunnar Gunnarsson
Óli Gunnar Gunnarsson (f. 10. ágúst 1999) er íslenskur leikari, rithöfundur og leikstjóri. Hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Árið 2013 skrifaði hann sitt fyrsta leikrit í fullri lengd, Unglinginn, ásamt Arnóri Björnssyni. Sýningin hefur verið þýdd og sett upp víðsvegar um heim. Hún var einnig tilnefnd til tveggja Grímuverðlauna árið 2014.[1] Árið 2015 skrifaði hann skáldsöguna Leitin Að Tilgangi Unglingsins ásamt Arnóri Björnssyni og Bryndísi Björgvinsdóttur. Sú skáldsaga var sett á svið sem leikritið Stefán Rís í Gaflaraleikhúsinu. Óli Gunnar lék persónuna Finn í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum árið 2018. Sama ár skrifaði hann ásamt öðrum leikritið Fyrsta Skiptið sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu og Hofi og á Sjónvarpi Símans.
Árið 2019 skrifaði hann, lék og leikstýrði þáttaröðinni Meikar ekki sens ásamt Arnóri Björnssyni. Serían var frumsýnd 6. maí 2020 á Sjónvarpi Símans.
Ritverk
breyta- Bryndís Björgvinsdóttir, et al. Leitin Að Tilgangi Unglingsins : Stefán Rís - Unglingasmáfræðirit. 2015.
Leikverk
breyta- Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Unglingurinn. 2013.
- Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Stefán Rís. 2016.
- Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Fyrsta Skiptið. 2018.
Þáttaraðir
breyta- Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson. Meikar Ekki Sens. 2020.
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ „Performing Arts in Iceland | Tilnefningar til Grímunnar 2014“. stage.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2020. Sótt 19. júní 2020.