Lance Armstrong (fæddur Lance Edward Gunderson þann 18. september 1971 í Plano, Texas) er fyrrverandi bandarískur atvinnugötuhjólari. Hann vann Tour De France sjö sinnum í röð frá 1999 til 2005. Hann setti því met í samfelldri röð vinninga og sló hann út fyrrverandi met, sem Miguel Indurain setti með því að vinna fimm sinnum í röð. Þetta gerðist eftir að hann hafði sigrast á krabbameini sem hafði byrjað sem eistnakrabbamein og náð upp í heila. Árið 1996 þurfti hann að gangast undir efnameðferð vegna sjúkdómsins.

Lance Armstrong í prólog í Tour de France 2004

Árið 2011 var hann dæmdur fyrir notkun ólöglegra lyfja í keppnum. Hann var settur í ævilangt keppnisbann og sviptur öllum titlum úr Tour de France. Hann viðurkenndi lyfjanotkunina opinberlega í spjallþætti Oprah Winfrey árið 2013.

Ferill

breyta

Armstrong hóf feril sinn í þríþraut, hann var keppandi í eldri flokkum frá því hann var 15 ára, Það kom svo með tímanum að hann hefði mestu hæfileikanna á reiðhjólinu. Hann keppti mikið í áhugamannahjólreiðum og vann U.S. amateur götuhjólreiðakeppnina, árið eftir hafnaði hann í 14 sæti í götuhjólakeppnini á Ólympíuleikunnum 1992. Seinna sama ár hóf hann ferilinn sem atvinnumaður. Hann varð heimsmeistari 1993 og fékk því að gangast regnbogatreyjunni

Hann fékk inngöngu hjá liðinu Motorola til 1996 þegar krabbameinið hafði sagt sitt og þurfti því að hætta hjólreiðum og talið var þá að hann myndi aldrei ná sér aftur til að halda áfram sem keppnishjólari. Eftir að hann lýsti yfir að hann hyggðist hefja aftur að hjóla fékk hann samning hjá franska hjólaliðinu Cofidis, ekki gekk að ná sigrum hjá hjólreiðakappanum. Eftir að ferill hans hóf að dala lýsti hann yfir að hann hyggðist hætta hjólreiðum fyrir fullt og allt.

Chris Carmichael einkaþjálfari Lance Armstrong hafði ekki lagt árar í bát og hvatti hann að gefa hjólreiðum aftur möguleika. Sagan segir að þeir Lance og Chris hafi eytt vikum saman uppí fjöllum Kaliforníu, og þar hafi Lance fengið sjálfstraustið aftur eftir stífar æfingar.

Árið 1998 fékk Lance Armstrong inngöngu hjá US Postal-liðinu (breyttist yfir í Team Discovery, árið 2005) og fékk styrk frá Nike, hann setti markmiðið á Tour De France og árið 1999 var Armstorg valinn fyrirliði hjá liðinu sínu og var því markmið liðsfélaga hans að tryggja að hann héldi gulu treyjunni sem sýnir hver er með besta samanlagðan tíma.