Gyula Zsengellér
Gyula Zsengellér (fæddur 27. desember 1915 í Búdapest, dó 29. mars 1999 á Kýpur) var ungverskur knattspyrnumaður og þjálfari sem hlaut silfurverðlaunin á HM 1954
Ævi og ferill
breytaGyula Zsengellér fæddist í Cegléd í héraðinu Pest í Ungverjalandi. Hann gekk til liðs við Újpest FC árið 1936 og lék þar í rúman áratug. Á þeim tíma varð hann fjórum sinnum ungverskur meistari. Árið 1947 gekk hann til liðs við ítalska liðið A.S. Roma og var í þeirra herbúðum um tveggja ára skeið. Keppnisferlinum lauk hann í Kólumbíu á árunum 1951 til 1953, en um þær mundir var skammlíf en öflug atvinnumannadeild starfrækt þar í landi.
Zsengellér lék 39 landsleiki á árunum 1936 til 1947 og skoraði í þeim 33 mörk. Hann var markahæstur leikmanna ungverska liðsins á HM 1938 og skoraði fimm mörk. Hann skoraði í öllum fjórum leikjum Ungverja í keppninni nema úrslitaleiknum.
Eftir að Zsengellér lagði skóna á hilluna sneri hann sér að þjálfun. Hann starfaði að langmestu leyti á Kýpur þar sem hann þjálfaði fjölda liða allt til ársins 1979 þegar hann hætti afskiptum af knattspyrnu.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Gyula Zsengellér“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. júlí 2023.