Helen Clark
Helen Elizabeth Clark (f. 26. febrúar 1950) er nýsjálenskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Nýja-Sjálands frá 1999 til 2008 í ríkisstjórn nýsjálenska verkamannaflokksins. Hún var fimmti þaulsætnasti forsætisráðherra landsins og önnur konan sem gegndi því embætti. Frá 2009 til 2017 var hún yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna.