Marokkó (arabíska المغرب‎ al-Maġrib; berbíska ⵍⵎⴰⵖⵔⵉⴱ Lmaġrib, franska Maroc) er konungsríki í Norður-Afríku með strandlengju meðfram Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í norðri. Landamæri liggja að Vestur-Sahara í suðri, og Alsír í austri, en landamærin að Alsír eru lokuð vegna átaka um yfirráð yfir Vestur-Sahara. Arabískt nafn landsins merkir „vesturríkið“ eða „vestrið“, en Maghreb er líka heiti á norðvesturhluta Afríku.

Marokkó
المملكة المغربية
Al Mamlaka al-Maghrebiya
Fáni Marokkó Skjaldarmerki Marokkó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
الله، الوطن، الملك
Allah, al Waţan, al Malik
Guð, Landið, Konungurinn
Þjóðsöngur:
Hymne Cherifien
Staðsetning Marokkó
Höfuðborg Rabat
Opinbert tungumál arabíska, tamazight
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Múhameð 6.
Forsætisráðherra Saadeddine Othmani
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 2. mars 1956 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
58. sæti
446.550 km²
1
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
38. sæti
32.950.000
74/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 - Samtals 181,9 millj. dala (56. sæti)
 - Á mann 5.537 dalir (114. sæti)
Gjaldmiðill díram
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .ma
Landsnúmer +212

Marokkó gerir tilkall til landsvæðisins Vestur-Sahara sem hefur verið undir marokkóskri stjórn að meira eða minna leyti síðan 1975, en þau yfirráð hafa ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Sé Vestur-Sahara talin til Marokkó, eru ennfremur landamæri við Máritaníu til suðausturs, en annars liggja Marokkó og Máritanía ekki saman.

Spænsku útlendurnar Ceuta og Melilla eru á strönd Marokkó sem gerir tilkall til þeirra, auk eyjunnar Perejil sem er aðeins 200 metra frá strönd Marokkó í Gíbraltarsundi. Undan vesturströnd Marokkó eru hinar spænsku Kanaríeyjar en landhelgismörkin milli Marokkó og eyjanna eru líka umdeild.

Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungur Marokkó hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og leyst þingið upp.

StjórnsýsluskiptingBreyta

Marokkó skiptist í sextán héruð (með Vestur-Sahara) sem aftur skiptast í 62 lögregluumdæmi og sveitir.

 1. Chaouia-Ouardigha
 2. Doukkala-Abda
 3. Fès-Boulemane
 4. Gharb-Chrarda-Béni Hssen
 5. Grand Casablanca
 6. Guelmim-Es Semara
 7. Laâyoune-Boujdour-Sakia El Hamra
 8. Marrakesh-Tensift-El Haouz
 9. Meknès-Tafilalet
 10. Oriental
 11. Oued Ed-Dahab-Lagouira
 12. Rabat-Salé-Zemmour-Zaer
 13. Souss-Massa-Drâa
 14. Tadla-Azilal
 15. Taza-Al Hoceima-Taounate
 16. Tangier-Tétouan
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.