Aron Can

Íslenskur rappari og tónlistarmaður

Aron Can[a] (f. 18. nóvember 1999)[7] er íslenskur rappari og tónlistarmaður.[3] Árið 2016 gaf hann út frumraun sína, Þekkir Stráginn, þegar hann var 16 ára. Hann var vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Spotify á Íslandi árið 2017. Tónlist hans hefur verið lýst sem tilfinningarappi eða trapp-tónlist með innblæstri frá Drake, Future og Young Thug.[8][9] Meðal þekktra laga eru „Enginn Mórall“, „Fullir vasar“ og „Allt það sem ég var“. Hann er einn af fimm meðlimum í strákahljómsveitinni IceGuys.

Aron Can
Aron Can árið 2018
Fæddur
Aron Can Gultekin[1]

18. nóvember 1999 (1999-11-18) (25 ára)
Reykjavík, Ísland
Störf
  • Söngvari
  • rappari
Börn1[2]
Tónlistarferill
Ár virkur2016–í dag
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Meðlimur íIceGuys
Vefsíðaaroncan.com

Ævi og ferill

breyta

Æska og upphaf ferils

breyta

Aron er fæddur og uppalinn í Grafarvogi.[10] Pabbi hans er tyrkneskur veitingahúsarekandi sem rak veitingastaðinn Kebabhúsið á Austurstræti.[10] Aron starfaði á Kebabhúsinu þegar hann varð frægur.[11] Sem barn breikdansaði hann í einum þætti af Kastljósi á RÚV.[12] Hann kom í fyrsta skiptið fram opinberlega í undankeppni Samfés í Víkurskóla með frumsömdu lagi.[9] Hann vann keppnina og keppti í kjölfarið á Söngkeppni Samfés árið 2014.[13]

2016: Þekkir Stráginn

breyta

Þann 1. maí 2016 gaf hann út fyrstu stuttskífuna sína, Þekkir Stráginn, á eigin vefsíðu sem hrundi tímabundið vegna eftirspurnar.[14] Á stuttskífunni er lagið „Enginn Mórall“ sem varð fljótt vinsælt.[15][16][17] Aron kom fram á mörgum framhaldsskólaböllum í kjölfarið.[18] Þann 28. júlí 2016 kom út lagið „Silfurskotta“ frá Emmsjé Gauta sem Aron syngur inn á.[19][20] Í september 2016 gaf hann út lagið „Lítur vel út“ sem var aðallag kvikmyndarinnar Eiðurinn eftir Baltasar Kormák sem kom út í september 2016.[10] Á árinu kom hann fram á ýmsum tónlistarhátíðum eins og Secret Solstice og Iceland Airwaves.[21][22] Á íslensku tónlistarverðlaununum 2016 hlaut Aron þrjár tilnefningar, þar á meðal sem bjartasta vonin.[23]

2017–2018: ÍNÓTT og Trúpíter

breyta

Þann 13. mars 2017 kom út lagið „Fullir vasar“ sem varð fljótt vinsælt.[24] Í kjölfarið kom út fyrsta breiðskífa hans, ÍNÓTT, þann 19. apríl 2017.[16] Hann kom aftur fram á Secret Solstice og Iceland Airwaves auk þess að koma fram á Sónar.[25][26][27] Hann kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2017.[28] Aron var vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Spotify á Íslandi árið 2017 og átti sömuleiðis vinsælasta íslenska lagið, „Fullir vasar“ á streymisveitunni.[29][30]

Í ársbyrjun 2018 samdi hann við útgáfufyrirtækið Sony Music.[5] Þann 25. maí gaf Aron Can út sína aðra breiðskífu, Trúpíter.[31] Hún fór beint í efsta sæti vinsældalista.[32] Um sumarið kom hann fram á tónlistarhátíðinni North Of í Harstad í Noregi.[33][34] Aron kom fram þriðja árið í röð á Secret Solstice.[35] Þann 22. september 2018 kom út lagið „Eina sem ég vil“ sem hann gerði með ClubDub.[36]

2019–í dag: ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL og IceGuys

breyta

Þann 5. júlí 2019 gaf hann út lagið „Allt það sem ég var“.[12] Þann 25. október 2019 kom út lagið „Hingað þangað“ sem hann og Friðrik Dór gerðu saman.[37] Aron var ekki bókaður fyrir Secret Solstice hátíðina 2019, en will.i.am bauð honum upp á svið til að koma fram með hljómsveitinni sinni Black Eyed Peas.[38]

Þann 30. apríl 2021 gaf hann út lagið „Flýg upp“ sem var á þriðju breiðskífunni hans ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL sem kom út 25. júní sama ár.[39] Platan hafði verið í vinnslu í rúm tvö ár.[40] Til að kynna plötuna kom hann meðal annars fram á Tónaflóði í Hörpu og í sjónvarpsþættinum Heima með Helga á Stöð 2.[41][42] Aron kom fram í lokalagi Áramótaskaupsins 2022, „Búið og bless“.[43] Árið 2023 gekkst hann til liðs við strákahljómsveitinna IceGuys.[44]

Viðurkenningar

breyta

Aron var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2017 fyrir rappplötu ársins, rapplag ársins, og sem bjartasta vonin.[45] Það ár vann lagið „Silfurskotta“ sem Emmsjé Gauti tók með Aroni Can.[23][46] Hann var aftur tilnefndur árið 2018 fyrir rappplötu ársins og rapplag ársins.[47] Tónlistarmyndbandið við lagið „Aldrei heim“ af Trúpíter var valið sem myndband ársins á Hlustunarverðlaununum 2019.[48] Árið 2022 hlaut hann tvær tilnefningar á íslensku tónlistarverðlaununum fyrir rappplötu ársins og tónlistarmyndband ársins.[46] Sama ár vann hann tvenn verðlaun auk tveggja tilnefninga á hlustendaverðlaununum.[49]

Verðlaun Ár Viðtakandi Niðurstaða Flokkur Tilv.
Íslensku tónlistarverðlaunin 2017 Þekkir stráginn Tilnefning Plata ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) [46][45]
„Enginn mórall“ Tilnefning Lag ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) [46][45]
Aron Can Tilnefning Bjartasta voninn (flokkur: Rapp og hipphopp) [46][45]
Hlustendaverðlaunin 2017 Aron Can Vann Nýliði ársins [50]
Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 ÍNÓTT Tilnefning Plata ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) [46][47]
„Fullir vasar“ Tilnefning Lag ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) [46][47]
Hlustendaverðlaunin 2019 „Aldrei heim“ Vann Tónlistarmyndband ársins [48]
Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL Tilnefning Plata ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) [46]
„Flýg upp X Varlega“ Tilnefning Tónlistarmyndband ársins [46]
Hlustendaverðlaunin 2022 ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL Vann Plata ársins [49]
„Flýg upp“ Tilnefning Lag ársins [49]
Aron Can Vann Söngvari ársins [49]
„Flýg upp X Varlega“ Tilnefning Myndband ársins [49]

Útgefið efni

breyta

Stuttskífur

breyta
  • Þekkir Stráginn (2016)

Breiðskífur

breyta
  • ÍNÓTT (2017)
  • Trúpíter (2018)
  • ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL (2021)

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Borið fram [dʒan] („dsjann“) á tyrknesku, eða /n/ („kan“) á íslensku.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. „Tónlistin best samin seint um nótt og í myrkri. – Aron Can“. Ske.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2016. Sótt 12. september 2019.
  2. Óskarsdóttir, Svava Marín (19. apríl 2023). „Aron Can birti fyrstu feðgamyndina - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  3. 3,0 3,1 „Nýjabrumið í Laugardalnum“. DV. 17. júní 2016. Sótt 12. september 2019.
  4. Hjartarson, Stefán Þór (19. apríl 2017). „Það er aldrei frí - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  5. 5,0 5,1 „Aron Can semur við Sony“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  6. „Svona berðu fram nafnið Aron Can“. Rapp í Reykjavík. 19. maí 2016. Sótt 30. desember 2023.
  7. „Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið“. Vísir.is. 30. apríl 2016.
  8. Arnar Eggert Thoroddsen (28. september 2018). „Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?“. Vísindavefurinn. Sótt 12. september 2019.
  9. 9,0 9,1 Gunnarsson, Davíð Roach (28. janúar 2018). „Fer líklega aldrei úr Grafarvoginum - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
  10. 10,0 10,1 10,2 Snærós Sindradóttir (22. apríl 2017). „Reif sig upp úr ruglinu“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  11. Pálsson, Stefán Árni (19. maí 2016). „Svona berðu fram nafnið Aron Can - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  12. 12,0 12,1 Þorláksson, Máni Snær (5. júlí 2019). „Aron Can gefur út nýtt lag - Sjáðu hann breikdansa í Kastljósi sem barn“. DV. Sótt 31. desember 2023.
  13. „Aron Can - Púgyn - Söngkeppni Samfés 2014 - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  14. Steinarsson, Birgir Örn (5. mars 2016). „Sprengdi netþjóninn við fyrstu útgáfu“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  15. Stefán Ó. Jónsson (7. febrúar 2017). „Aron Can flutti ofursmellinn í beinni“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  16. 16,0 16,1 Hjartarson, Stefán Þór (19. apríl 2017). „Það er aldrei frí“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  17. Dunn, Frankie (22. febrúar 2017). „This lot are killing the Icelandic music scene“. i-D.
  18. Hjartarson, Stefán Þór (9. janúar 2016). „Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  19. Steinarsson, Birgir Örn (28. júlí 2016). „Frumsýning: Emmsjé Gauti og Aron Can krúsa um á Silfurskottu - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  20. Steinarsson, Birgir Örn (26. júlí 2016). „Aron Can undirbýr framkomu á Mýraboltanum - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  21. „From Iceland — Introducing: Aron Can“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 4. maí 2016. Sótt 31. desember 2023.
  22. Nútíminn (8. júní 2016). „Aron Can á Iceland Airwaves, fullt af nýjum nöfnum bætast við dagskrá hátíðarinnar“. Nutiminn.is. Sótt 31. desember 2023.
  23. 23,0 23,1 „Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna“. www.mbl.is. 16. febrúar 2017. Sótt 31. desember 2023.
  24. Ritstjórn (13. mars 2017). „Aron Can sendir frá sér nýtt myndband“. Kaffið.is. Sótt 30. desember 2023.
  25. „The First Secret Solstice 2017 Lineup Announcement Is Here!“. Secret Solstice (bandarísk enska). 7. desember 2016. Sótt 31. desember 2023.
  26. Sands, Zoë Vala (10. ágúst 2017). „From Iceland — 40 New Acts Added To Iceland Airwaves Lineup“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). Sótt 31. desember 2023.
  27. Clausen, Kristín (14. janúar 2017). „Fjölmargir nýir listamenn á Sónar“. DV. Sótt 31. desember 2023.
  28. „Aron Can spilar á Þjóðhátíð“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  29. Hólmkelsdóttir, Hulda (6. desember 2017). „Ed Sheeran og Aron Can vinsælastir á Íslandi“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  30. „Aron Can og Emmsjé Gauti einu Íslendingarnir á lista Spotify yfir mest streymdu lög ársins á Íslandi“. Nútíminn. 9. janúar 2017. Sótt 12. september 2019.[óvirkur tengill]
  31. „Glæný plata frá plánetunni Trúpíter“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  32. Gunnarsson, Davíð Roach (7. júní 2018). „Aron Can beint í efsta sæti tónlistans - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
  33. Másson, Bergþór (2. júlí 2018). „Aron Can í víking til Noregs - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  34. Hjartarson, Stefán Þór (24. maí 2018). „Glæ­ný plata frá plánetunni Trúpíter - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  35. Pálsson, Stefán Árni (27. mars 2018). „Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  36. Pálsson, Stefán Árni (24. september 2018). „ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  37. Hreggviðsson, Þorsteinn (27. október 2019). „Sykur, Aron Can og Friðrik Dór með nýtt - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
  38. „Will.i.am bað Aron Can um að spila með sér“. Fréttablaðið. Sótt 12. september 2019.
  39. „Nýr kafli í lífi Arons Can“. www.mbl.is. 25. júní 2021. Sótt 31. desember 2023.
  40. Hreggviðsson, Þorsteinn (19. júlí 2021). „Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
  41. Björnsdóttir, Anna María (22. ágúst 2021). „Aron Can flaug upp til ímyndaðra áhorfenda - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
  42. „Aron Can tók eitt sitt vinsælasta lag“. www.mbl.is. 10. nóvember 2021. Sótt 31. desember 2023.
  43. „Áramótaskaup 2022 - öll atriðin - Lokalag“. 31. desember 2022. Sótt 31. desember 2023.
  44. Logason, Boði (20. júlí 2023). „Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  45. 45,0 45,1 45,2 45,3 „Emmsjé Gauti fær flestar tilnefningar“. DV. 16. febrúar 2017. Sótt 12. september 2019.
  46. 46,0 46,1 46,2 46,3 46,4 46,5 46,6 46,7 46,8 „Verdlaunahafar“. Ístón - Íslensku tónlistarverðlaunin. Sótt 31. desember 2023.
  47. 47,0 47,1 47,2 „Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna“. Morgunblaðið. Sótt 12. september 2019.
  48. 48,0 48,1 „Sjáðu sigurvegarana og það besta frá Hlustendaverðlaununum“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
  49. 49,0 49,1 49,2 49,3 49,4 Sveinsson, Tinni (18. janúar 2022). „Kosning fyrir Hlust­enda­verð­­­­launin 2022 hafin - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
  50. Þórðarson, Þórður Helgi (2. maí 2017). „Aron Can - Ínótt - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.

Tenglar

breyta