Aron Can
Aron Can[a] (f. 18. nóvember 1999)[7] er íslenskur rappari og tónlistarmaður.[3] Árið 2016 gaf hann út frumraun sína, Þekkir Stráginn, þegar hann var 16 ára. Hann var vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Spotify á Íslandi árið 2017. Tónlist hans hefur verið lýst sem tilfinningarappi eða trapp-tónlist með innblæstri frá Drake, Future og Young Thug.[8][9] Meðal þekktra laga eru „Enginn Mórall“, „Fullir vasar“ og „Allt það sem ég var“. Hann er einn af fimm meðlimum í strákahljómsveitinni IceGuys.
Aron Can | |
---|---|
Fæddur | Aron Can Gultekin[1] 18. nóvember 1999 Reykjavík, Ísland |
Störf |
|
Börn | 1[2] |
Tónlistarferill | |
Ár virkur | 2016–í dag |
Stefnur | |
Hljóðfæri | Rödd |
Útgefandi |
|
Meðlimur í | IceGuys |
Vefsíða | aroncan |
Ævi og ferill
breytaÆska og upphaf ferils
breytaAron er fæddur og uppalinn í Grafarvogi.[10] Pabbi hans er tyrkneskur veitingahúsarekandi sem rak veitingastaðinn Kebabhúsið á Austurstræti.[10] Aron starfaði á Kebabhúsinu þegar hann varð frægur.[11] Sem barn breikdansaði hann í einum þætti af Kastljósi á RÚV.[12] Hann kom í fyrsta skiptið fram opinberlega í undankeppni Samfés í Víkurskóla með frumsömdu lagi.[9] Hann vann keppnina og keppti í kjölfarið á Söngkeppni Samfés árið 2014.[13]
2016: Þekkir Stráginn
breytaÞann 1. maí 2016 gaf hann út fyrstu stuttskífuna sína, Þekkir Stráginn, á eigin vefsíðu sem hrundi tímabundið vegna eftirspurnar.[14] Á stuttskífunni er lagið „Enginn Mórall“ sem varð fljótt vinsælt.[15][16][17] Aron kom fram á mörgum framhaldsskólaböllum í kjölfarið.[18] Þann 28. júlí 2016 kom út lagið „Silfurskotta“ frá Emmsjé Gauta sem Aron syngur inn á.[19][20] Í september 2016 gaf hann út lagið „Lítur vel út“ sem var aðallag kvikmyndarinnar Eiðurinn eftir Baltasar Kormák sem kom út í september 2016.[10] Á árinu kom hann fram á ýmsum tónlistarhátíðum eins og Secret Solstice og Iceland Airwaves.[21][22] Á íslensku tónlistarverðlaununum 2016 hlaut Aron þrjár tilnefningar, þar á meðal sem bjartasta vonin.[23]
2017–2018: ÍNÓTT og Trúpíter
breytaÞann 13. mars 2017 kom út lagið „Fullir vasar“ sem varð fljótt vinsælt.[24] Í kjölfarið kom út fyrsta breiðskífa hans, ÍNÓTT, þann 19. apríl 2017.[16] Hann kom aftur fram á Secret Solstice og Iceland Airwaves auk þess að koma fram á Sónar.[25][26][27] Hann kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2017.[28] Aron var vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Spotify á Íslandi árið 2017 og átti sömuleiðis vinsælasta íslenska lagið, „Fullir vasar“ á streymisveitunni.[29][30]
Í ársbyrjun 2018 samdi hann við útgáfufyrirtækið Sony Music.[5] Þann 25. maí gaf Aron Can út sína aðra breiðskífu, Trúpíter.[31] Hún fór beint í efsta sæti vinsældalista.[32] Um sumarið kom hann fram á tónlistarhátíðinni North Of í Harstad í Noregi.[33][34] Aron kom fram þriðja árið í röð á Secret Solstice.[35] Þann 22. september 2018 kom út lagið „Eina sem ég vil“ sem hann gerði með ClubDub.[36]
2019–í dag: ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL og IceGuys
breytaÞann 5. júlí 2019 gaf hann út lagið „Allt það sem ég var“.[12] Þann 25. október 2019 kom út lagið „Hingað þangað“ sem hann og Friðrik Dór gerðu saman.[37] Aron var ekki bókaður fyrir Secret Solstice hátíðina 2019, en will.i.am bauð honum upp á svið til að koma fram með hljómsveitinni sinni Black Eyed Peas.[38]
Þann 30. apríl 2021 gaf hann út lagið „Flýg upp“ sem var á þriðju breiðskífunni hans ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL sem kom út 25. júní sama ár.[39] Platan hafði verið í vinnslu í rúm tvö ár.[40] Til að kynna plötuna kom hann meðal annars fram á Tónaflóði í Hörpu og í sjónvarpsþættinum Heima með Helga á Stöð 2.[41][42] Aron kom fram í lokalagi Áramótaskaupsins 2022, „Búið og bless“.[43] Árið 2023 gekkst hann til liðs við strákahljómsveitinna IceGuys.[44]
Viðurkenningar
breytaAron var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2017 fyrir rappplötu ársins, rapplag ársins, og sem bjartasta vonin.[45] Það ár vann lagið „Silfurskotta“ sem Emmsjé Gauti tók með Aroni Can.[23][46] Hann var aftur tilnefndur árið 2018 fyrir rappplötu ársins og rapplag ársins.[47] Tónlistarmyndbandið við lagið „Aldrei heim“ af Trúpíter var valið sem myndband ársins á Hlustunarverðlaununum 2019.[48] Árið 2022 hlaut hann tvær tilnefningar á íslensku tónlistarverðlaununum fyrir rappplötu ársins og tónlistarmyndband ársins.[46] Sama ár vann hann tvenn verðlaun auk tveggja tilnefninga á hlustendaverðlaununum.[49]
Verðlaun | Ár | Viðtakandi | Niðurstaða | Flokkur | Tilv. |
---|---|---|---|---|---|
Íslensku tónlistarverðlaunin | 2017 | Þekkir stráginn | Tilnefning | Plata ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) | [46][45] |
„Enginn mórall“ | Tilnefning | Lag ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) | [46][45] | ||
Aron Can | Tilnefning | Bjartasta voninn (flokkur: Rapp og hipphopp) | [46][45] | ||
Hlustendaverðlaunin | 2017 | Aron Can | Vann | Nýliði ársins | [50] |
Íslensku tónlistarverðlaunin | 2018 | ÍNÓTT | Tilnefning | Plata ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) | [46][47] |
„Fullir vasar“ | Tilnefning | Lag ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) | [46][47] | ||
Hlustendaverðlaunin | 2019 | „Aldrei heim“ | Vann | Tónlistarmyndband ársins | [48] |
Íslensku tónlistarverðlaunin | 2022 | ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL | Tilnefning | Plata ársins (flokkur: Rapp og hipphopp) | [46] |
„Flýg upp X Varlega“ | Tilnefning | Tónlistarmyndband ársins | [46] | ||
Hlustendaverðlaunin | 2022 | ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL | Vann | Plata ársins | [49] |
„Flýg upp“ | Tilnefning | Lag ársins | [49] | ||
Aron Can | Vann | Söngvari ársins | [49] | ||
„Flýg upp X Varlega“ | Tilnefning | Myndband ársins | [49] |
Útgefið efni
breytaStuttskífur
breyta- Þekkir Stráginn (2016)
Breiðskífur
breyta- ÍNÓTT (2017)
- Trúpíter (2018)
- ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL (2021)
Neðanmálsgreinar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Tónlistin best samin seint um nótt og í myrkri. – Aron Can“. Ske.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2016. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Óskarsdóttir, Svava Marín (19. apríl 2023). „Aron Can birti fyrstu feðgamyndina - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ 3,0 3,1 „Nýjabrumið í Laugardalnum“. DV. 17. júní 2016. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Hjartarson, Stefán Þór (19. apríl 2017). „Það er aldrei frí - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ 5,0 5,1 „Aron Can semur við Sony“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ „Svona berðu fram nafnið Aron Can“. Rapp í Reykjavík. 19. maí 2016. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ „Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið“. Vísir.is. 30. apríl 2016.
- ↑ Arnar Eggert Thoroddsen (28. september 2018). „Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?“. Vísindavefurinn. Sótt 12. september 2019.
- ↑ 9,0 9,1 Gunnarsson, Davíð Roach (28. janúar 2018). „Fer líklega aldrei úr Grafarvoginum - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ 10,0 10,1 10,2 Snærós Sindradóttir (22. apríl 2017). „Reif sig upp úr ruglinu“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (19. maí 2016). „Svona berðu fram nafnið Aron Can - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ 12,0 12,1 Þorláksson, Máni Snær (5. júlí 2019). „Aron Can gefur út nýtt lag - Sjáðu hann breikdansa í Kastljósi sem barn“. DV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „Aron Can - Púgyn - Söngkeppni Samfés 2014 - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ Steinarsson, Birgir Örn (5. mars 2016). „Sprengdi netþjóninn við fyrstu útgáfu“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Stefán Ó. Jónsson (7. febrúar 2017). „Aron Can flutti ofursmellinn í beinni“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ 16,0 16,1 Hjartarson, Stefán Þór (19. apríl 2017). „Það er aldrei frí“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Dunn, Frankie (22. febrúar 2017). „This lot are killing the Icelandic music scene“. i-D.
- ↑ Hjartarson, Stefán Þór (9. janúar 2016). „Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ Steinarsson, Birgir Örn (28. júlí 2016). „Frumsýning: Emmsjé Gauti og Aron Can krúsa um á Silfurskottu - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Steinarsson, Birgir Örn (26. júlí 2016). „Aron Can undirbýr framkomu á Mýraboltanum - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „From Iceland — Introducing: Aron Can“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 4. maí 2016. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Nútíminn (8. júní 2016). „Aron Can á Iceland Airwaves, fullt af nýjum nöfnum bætast við dagskrá hátíðarinnar“. Nutiminn.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ 23,0 23,1 „Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna“. www.mbl.is. 16. febrúar 2017. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Ritstjórn (13. mars 2017). „Aron Can sendir frá sér nýtt myndband“. Kaffið.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ „The First Secret Solstice 2017 Lineup Announcement Is Here!“. Secret Solstice (bandarísk enska). 7. desember 2016. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Sands, Zoë Vala (10. ágúst 2017). „From Iceland — 40 New Acts Added To Iceland Airwaves Lineup“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Clausen, Kristín (14. janúar 2017). „Fjölmargir nýir listamenn á Sónar“. DV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „Aron Can spilar á Þjóðhátíð“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Hólmkelsdóttir, Hulda (6. desember 2017). „Ed Sheeran og Aron Can vinsælastir á Íslandi“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ „Aron Can og Emmsjé Gauti einu Íslendingarnir á lista Spotify yfir mest streymdu lög ársins á Íslandi“. Nútíminn. 9. janúar 2017. Sótt 12. september 2019.[óvirkur tengill]
- ↑ „Glæný plata frá plánetunni Trúpíter“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ Gunnarsson, Davíð Roach (7. júní 2018). „Aron Can beint í efsta sæti tónlistans - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Másson, Bergþór (2. júlí 2018). „Aron Can í víking til Noregs - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Hjartarson, Stefán Þór (24. maí 2018). „Glæný plata frá plánetunni Trúpíter - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (27. mars 2018). „Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (24. september 2018). „ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
- ↑ Hreggviðsson, Þorsteinn (27. október 2019). „Sykur, Aron Can og Friðrik Dór með nýtt - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „Will.i.am bað Aron Can um að spila með sér“. Fréttablaðið. Sótt 12. september 2019.
- ↑ „Nýr kafli í lífi Arons Can“. www.mbl.is. 25. júní 2021. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Hreggviðsson, Þorsteinn (19. júlí 2021). „Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Björnsdóttir, Anna María (22. ágúst 2021). „Aron Can flaug upp til ímyndaðra áhorfenda - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „Aron Can tók eitt sitt vinsælasta lag“. www.mbl.is. 10. nóvember 2021. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ „Áramótaskaup 2022 - öll atriðin - Lokalag“. 31. desember 2022. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Logason, Boði (20. júlí 2023). „Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ 45,0 45,1 45,2 45,3 „Emmsjé Gauti fær flestar tilnefningar“. DV. 16. febrúar 2017. Sótt 12. september 2019.
- ↑ 46,0 46,1 46,2 46,3 46,4 46,5 46,6 46,7 46,8 „Verdlaunahafar“. Ístón - Íslensku tónlistarverðlaunin. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ 47,0 47,1 47,2 „Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna“. Morgunblaðið. Sótt 12. september 2019.
- ↑ 48,0 48,1 „Sjáðu sigurvegarana og það besta frá Hlustendaverðlaununum“. Vísir.is. Sótt 12. september 2019.
- ↑ 49,0 49,1 49,2 49,3 49,4 Sveinsson, Tinni (18. janúar 2022). „Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
- ↑ Þórðarson, Þórður Helgi (2. maí 2017). „Aron Can - Ínótt - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. desember 2023.