Túrkmenistan

Túrkmenistan er land í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Íran, Kasakstan og Úsbekistan og strandlengju við Kaspíahaf. Túrkmenistan var áður Sovétlýðveldi og er aðili að Samveldi sjálfstæðra ríkja.

Türkmenistan
Fáni Túrkmenistans Skjaldarmerki Túrkmenistans
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Türkmenistan Bitaraplygyň watanydyr (túrkmenska)
Túrkmenistan er móðurland hlutleysis
Þjóðsöngur:
Garaşsyz Bitarap Türkmenistanyň Döwlet Gimni
Staðsetning Túrkmenistans
Höfuðborg Asgabat
Opinbert tungumál Túrkmenska
Stjórnarfar Flokksræði

Forseti Gurbanguly Berdimuhamedow
Sjálfstæði
 - frá Sovétríkjunum 27. október 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
52. sæti
491.210 km²
4,9
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
113. sæti
6.031.187
10,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 112,659 millj. dala (98. sæti)
 - Á mann 19.526 dalir (105. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.715 (111. sæti)
Gjaldmiðill Túrkmenskur manat
Tímabelti UTC+5
Þjóðarlén .tm
Landsnúmer 993

Á 8. öld fluttust Ogur-Tyrkir frá Mongólíu til Mið-Asíu og mynduðu þar öflugt ættbálkabandalag. Nafnið Túrkmenar var notað yfir þá sem tóku upp Íslam á 10. öld. Á 11. öld varð landið hluti af Seljúkveldinu en sagði sig úr því á 12. öld. Mongólar lögðu landið undir sig og á 16. öld var landið að nafninu til undir stjórn tveggja úsbekskra kanata; Kivakanatsins og Búkarakanatsins. Rússar hófu að leggja Mið-Asíu undir sig á 19. öld og stofnuðu bækistöðina Krasnovodsk (nú Türkmenbaşy) við strönd Kaspíahafs. Árið 1881 varð landið hluti af Rússneska keisaradæminu eftir ósigur Túrkmena í orrustunni um Geok Tepe. Túrkmenska sovétlýðveldið var stofnað árið 1924. Lífsháttum hirðingja var útrýmt og samyrkjubúskapur tók við. Yfir 110 þúsund létust í Asgabatjarðskjálftanum árið 1948. Árið 1991 lýsti landið yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og kommúnistaleiðtoginn Saparmurat Niyazov varð forseti. Hann kom á einræði sem byggðist á persónudýrkun forsetans. Eftir skyndilegt lát hans árið 2006 tók Gurbanguly Berdimuhamedow, varaforsætisráðherra landsins, við völdum og sigraði í sérstökum forsetakosningum árið 2007. Hann var endurkjörinn 2012 með 97% atkvæða.

Íbúar Túrkmenistans eru um fimm milljónir. Um 85% eru Túrkmenar og um 89% aðhyllast íslam. Túrkmenska er opinbert mál landsins en margir íbúar tala rússnesku að auki. Efnahagslíf Túrkmenistans hefur vaxið hratt síðustu ár. Auður landsins byggist fyrst og fremst á miklum jarðgaslindum sem eru taldar vera þær fjórðu mestu í heimi. Landið er auk þess 9. stærsti bómullarframleiðandi heims.

StjórnmálBreyta

StjórnsýslueiningarBreyta

Balkan-héraðDasoguz-héraðAhal-héraðLebap-héraðMary-hérað 
Um þessa mynd

Túrkmenistan skiptist í fimm héruð (welyatlar) og eitt höfuðborgarumdæmi. Héruðin skiptast síðan í umdæmi (etraplar) sem eru ýmist sýslur eða borgir. Samkvæmt stjórnarskrá Túrkmenistan frá 2008 geta borgir líka verið héruð.

Hérað ISO 3166-2 Höfuðstaður Flatarmál Íbúar (2005) Númer
Asgabatborg Asgabat 470 km² 871.500
Ahal-hérað TM-A Anau 97.160 km² 939.700 1
Balkan-hérað TM-B Balkanabat  139.270 km² 553.500 2
Daşoguz-hérað TM-D Daşoguz 73.430 km² 1.370.400 3
Lebap-hérað TM-L Türkmenabat 93.730 km² 1.334.500 4
Mary-hérað TM-M Mary 87.150 km² 1.480.400 5

TilvísanirBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.