Kasmír er nyrsta hérað Indlandsskaga. Fram á miðja 19. öld var heitið aðeins notað um Kasmírdal milli Stóru Himalajafjalla og Pir Panjal-fjallgarðsins. Í dag nær svæðið yfir indverska héraðið Jammú og Kasmír (sem skiptist í umdæmin Jammú, Kasmír og Ladakh), pakistönsku héruðin Azad Kashmir og Gilgit-Baltistan og kínversku landsvæðin Aksai Chin og Trans-Karakoram-ræmuna.

Pólítiskt kort af Kasmír.
Pahalgamdalur í Kasmír.
Nanga Parbat-fjall.

Svæðið var mikilvæg miðstöð hindúisma og síðar búddisma á fyrsta árþúsundinu. Múslimskir konungur náðu þar völdum árið 1339 og héraðið varð hluti af Mógúlveldinu 1585. Afganska Durraniveldið lagði Kasmír undir sig 1751. Árið 1819 lögðu herir Síka frá Púnjab héraðið undir sig. Þegar Fyrsta stríð Breta og Síka braust út 1845 seldu Bretar Gulab Singh svæðið sem varð hans furstadæmi. Afkomendur hans ríktu þar til 1947 þegar Breska Indland fékk sjálfstæði sem Indland og Pakistan. Deilur um það hvort héraðið skyldi verða hluti af Indlandi eða Pakistan voru leystar með málamiðlun 1948 sem fól í sér að Pakistan fékk einn dreifbýlan þriðjung og Indland afganginn ásamt borginni Srinagar. Þjóðaratkvæðagreiðsla sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu krafist var aldrei haldin. Deilur um héraðið hafa síðan oft leitt til átaka milli Indlands og Pakistan.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.