Bríet (söngkona)

Íslensk söngkona

Bríet Ísis Elfar (f. 22. mars 1999),[1] þekkt sem einfaldlega Bríet, er íslensk söngkona. Meðal þekktra laga hennar eru „Esjan“,[2] „Feimin(n)“[3], „Rólegur kúreki“[4], „Sólblóm“, „Fimm“, „Djúp sár gróa hægt“[5] og „Flugdreki“.

Bríet
FæddBríet Ísis Elfar
22. mars 1999 (1999-03-22) (24 ára)
Reykjavík, Ísland
Ár virk2018 – í dag
StefnurPopp
ÚtgefandiWarner Records, Sony Music Iceland, Rok-Records
VefsíðaFésbókarsíða

Ævi Breyta

Bríet fæddist í Reykjavík; foreldrar hennar eru Benedikt Elfar og Ás­rún Laila Awad,[6][7] en móðurafi hennar Ómar Ahmed Hafez Awad er af egypskum uppruna og flutti til Íslands árið 1965.[8] Bríet stundaði nám við Laugarlækjarskóla og fór svo í Menntaskólann við Hamrahlíð.[9]

Fyrsta lagið hennar, „In Too Deep“, kom út 2018.[1]

Bríet semur lög sín með Pálma Ragnari Ásgeirssyni,[10][11] sem kenndur er við StopWaitGo og Rok-Records.[12]

Platan Kveðja, Bríet kom út árið 2020. 8 lög af þeirri plötu náðu inn á Topp 10 lista Spotify á Íslandi.[13]

Hún tók þátt í Jólagestum Björgvins árið 2020 en þar tók hún bæði lag sitt, Rólegur kúreki, og dúett með Loga Pedro, Úti er allt of kalt.

Breiðskífur Breyta

 • 22.03.99 (2018)[14]
 • Kveðja, Bríet (2020)[14]

Smáskífur Breyta

 • „In Too Deep“ (2018)
 • „Feimin(n)“ (2018)[14]
 • „Hata að hafa þig ekki hér“ (Samsung Sessjón) (2018)
 • „Carousel“ (feat. Steinar) (2018)
 • „Dino“ (2019)
 • „Day Drinking“ (2019)[14]
 • „Esjan“ (2020)[14]
 • „Heyrðu mig“ (2020)[14]

Sem meðflytjandi Breyta

Tilvísanir Breyta

 1. 1,0 1,1 „Stökk ekki á fyrsta tilboðið“. RÚV . 5. september 2018. Sótt 9. febrúar 2021.
 2. „Ein eftirsóttasta kona landsins komin á fast“. www.mbl.is . Sótt 9. febrúar 2021.
 3. „„Þegar maður er feiminn þá er hægt að misskilja svo margt". 101.live. Sótt 9. febrúar 2021.
 4. „From Iceland — The Grapevine Music Awards 2021: Bríet & JFDR - In Conversation“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 25. janúar 2021. Sótt 9. febrúar 2021.
 5. „Þetta voru vinsælustu lögin á Íslandi 2021“. K100. 1. ágúst 2022. Sótt 22. júní 2022.
 6. Kristlín Dís Ingilínardóttir (23. október 2020). „Ást­fangin í ástar­sorg“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2021. Sótt 23. júní 2022. {{cite web}}: soft hyphen character í |title= á staf nr. 4 (hjálp)
 7. Pétur Magnússon (30. júní 2019). „Ég vil vera Bríet“. Morgunblaðið Sunnudagur. bls. 10.
 8. „Ahmed Hafez Awad“. Morgunblaðið. 3. september 2015. Sótt 23. júní 2022.
 9. „Bríet Í Listasafninu og Soccer Mommy í Gamla bíó“. RÚV . 28. nóvember 2019. Sótt 9. febrúar 2021.
 10. „Bríet hélt hún væri álfakona: „Ég læri mest af mistökum annarra". DV . 20. október 2019. Sótt 9. febrúar 2021.
 11. „Bríet frumflutti plötuna með ljósasýningu undir stjörnubjörtum himni í Krýsuvík - Vísir“. visir.is. Sótt 9. febrúar 2021.
 12. „„Þegar maður er feiminn þá er hægt að misskilja svo margt". 101.live. Sótt 9. febrúar 2021.
 13. „Bríet hefði mátt vera orðljótari við kúrekann“. RÚV . 27. október 2020. Sótt 9. febrúar 2021.
 14. 14,0 14,1 14,2 14,3 14,4 14,5 „BRÍET“. Spotify (enska). Sótt 24. janúar 2021.